Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Side 31

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Side 31
IÐUNN Ferðasaga um Suðurlönd. 25 þeirra, list Hodlers og Döcklins gefa manni góða hug- mynd um andlegan auð og óbrotgjarnan kraft þjóð- arinnar. Við Islendingar gætum lært af Svisslendingum og Bay- örum að ganga á fjöll, þá mundi betur fara og færri deyja hér úr tæringu, og hin andlega hressing, sem há- fjallagöngur veita, setja frjálslegri svip á þjóðina og kenna mönnum að ganga ekki með hendurnar í b.uxna- vösunum. E9 hygg að það séu ekki ýkja margir Islendingar, sem hafa séð land sitt af háfjöllum eða sólarlag á Arnar- vatnsheiði, en hver sem hefir borið gæfu til þess, má leita langt til að sjá aðra eins dýrð. Hér vil eg enda mál mitt — í dýrðarríki náttúrunnar. Eg gæti freistast til að skýra frá því merkasta af lista- verkum sem eg sá á ferðalagi mínu, en — hugsanirnar láta ekki alt af orðin veiða sig, hlutskifti málrófsmanns- ins og dægurflugunnar er líkt, það er svo margt, senr ekki verður lýst með ordum.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.