Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Qupperneq 39
'iÐUNN
Heilindi.
33
læra af sínum eigin skoðunum. Eg hafði í Skírnis-grein
minni sagt, að nú væri svo margt látið viðgangast óhegnt
í þjóðfélagi voru, að fæð refsinga væri enginn mælikvarði
á alment siðgæði. Þetta skýrir E. H. Kv. svo, að eg telji,
að aðalnauðsyn þjóðarinnar sé að fá tekið í lurginn á
lögbrjótunum. Mér er engin launung á skoðunum mínum
í þessu efni. Eg álít, að þeim lögum, sem þjóðfélagið
setur á annað borð, eigi að framfylgja út í æsar. En
bezt sé að hafa lögin sem fæst, láta uppeldi og almenn-
ingsálit taka við þar sem þau hætta. Einmitt þess vegna
er mér sárt um, að bókmentirnar grafi grundvöllinn
undan siðferðistilfinningu almennings.
En um leið og E. H. Kv. sýnir fram á grimdarhug
minn í þessu efni, setur hann sjálfur upp lambssvip og
segist hreinskilnislega kannast við, að hann beri ekki
refsingar mjög innilega fyrir brjósti. Hvað hefur nú E.
H. Kv. unnið fyrir þessa stefnu á sínum langa pólitíska
ferli? Eg skal minna á það eina mál, sem hann hefur
látið til sín taka síðari árin, eftir að lífsskoðun hans varð
fullkomnuð: bannmálið. í hverju er nú stefna bannlag-
anna fólgin? I því að hefta það með lögum, sem áður
var unnið gegn með fræðslu og frjálsum samtökum.
Hvað liggur við, ef bannlögin eru brotin? Refsingar.
Hver lög eru það, sem bezt hafa fylt hegningarhúsið
hér í Reykjavík síðustu árin (þó að fleiri sekir hafi
sloppið)? Bannlögin. Hvað vill nú E. H. Kv. gera til
þess að vinna á móti refsingum á þessu sviði, sem kem-
ur honum talsvert við? Vill hann nema bannlögin alveg
úr gildi? Eða vill hann láta lögin standa, en nema öll
refsingarákvæði úr þeim? Eða vill hann láta refsingar-
ákvæðin standa, en skjóta því til yfirvaldanna að beita
þeim ekki? Eða treystir hann sér til að sýna fram á,
Iðunn X.
3