Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Side 47
IÐUNN
Heilindi.
41'
vegu, en réttast væri vafalaust að skilja hana svo, að
syndin sé tóm missýning og í raun og veru engin tih
E. H. Kv. segir, að þessi skilningur sé vafalaust rangur.
Og hann fer að skýra, hvernig rúm sé fyrir syndina í
heiminum, þó að einveldiskenningunni sé fylgt.
Mér þykir leiðinlegt að hafa orðið þess valdandi, að
E. H. Kv. skrifaði bls. 249—52 í grein sinni. Eg held,
að þær sé það lélegasta, sem eg hef lesið eftir hann.
Út yfir tekur þó, hvað hann er sjálfur ánægður með
þær. Hann þykist víst hafa vitkazt mikið í þessum efn-
um síðan hann skrifaði þessi orð í Gulli: »Eg trúi því,
að af einhverjum orsökum, sem við skifium ekki nema
að mjög litlu leyti, komist guð ekki aðra leið í mönnun-
um en gegnum þrengingar, sem annaðhvort eru synd
eða afleiðing hennar.* Nú segir hann: »Eg get ekki
hugsað mér, að neinn skynsamur maður, sem verulega
hugleiðir þetta litla, sem eg hefi bent á, geti komizt að
annari niðurstöðu en að það hafi verið óumflýjanlegt, að
syndin komi inn í mannlífið hér á jörðu.« Fjölda hinna
beztu og einlægustu manna er það sárt og erfitt við-
fangsefni, hvernig alvaldur og algóður guð geti látið alt
hið illa og ófullkomna í tilverunni við gangast. Þeim finsf
þeir verða að kjósa um almættið og algæðin, og til þess
að geta elskað guð, vilja þeir heldur hugsa sér, að hann
sé ekki almáttugur. E. H. Kv. svarar þessum eilífu spurn-
ingum með gaspri, sem auk þess er fult af mótsögnum.
Hann segir, að það hafi verið »óumflýjanlegt«, að syndin
hafi komið inn í mannlífið. En hver gat lagt slíka nauð-
syn á herðar einvöldum guði? Undir eins og honum eru
takmörk sett, er einveldinu lokið. E. H. Kv. tekur upp
setningu eftir enskum presti, að syndarinn leiti »í þver-
öfuga átt við það, sem hann eigi að fara.« Er þá hægt
að fara í þveröfuga átt innan guðs? Og hvert kemst