Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Side 52
46
Sigurður Nordal:
IÐUNN
öllu orka og tregða, líf og dauði, þá virðist ekkert eðli-
legra en að þeir einstaklingar, sem kjósa fremur leið
tregðunnar en leið þroskans (sambr. hinn breiða og mjóa
veg í ritningunni), hverfi aftur ofan í óskapnaðinn. Til-
raun lífsins hefur misheppnazt í þeim. Það er barna-
skapur að nota mannlegt dómstólamál: dóm, hegningu
o. s. frv. um þetta. Hver daemir eitt frækorn til þess
að festa rætur, annað til þess að kulna? Hver stjórnar
öllu úrvalinu, sem fram fer alt í kringum oss? Getur
ekki verið, að slíkt úrval fari líka fram meðal sálnanna?
Myndi það ekki glæða siðferðisalvöru og ábyrgðartil-
finningu manna, ef þeir gerði sér grein fyrir, að ódauð-
leikinn væri ekki hverjum manni áskapaður, heldur yrði
þeir að ávinna sér hann?
IV.
í lok greinar minnar í Skírni gerði eg grein fyrir
guðshugmynd minni með nokkurum orðum. Hugmyndin
sjálf er ófullkomin og á lítilli þekkingu reist, og orðin,
sem eg bjó hana í, þó ekki nema daufur skuggi af
henni. Svo að eg tek mér það ekki nærri, þó að E. H.
Kv. finnist fátt um hana. Það á líklega ekki fyrir mér
að liggja að verða trúarbragðahöfundur. Og mér þykir
vænt um, að um helztu veiluna í þessari greinargerð er
eg E. H. Kv. að miklu leyti sammála. Eg sagði, að mér
væri tamast að hugsa mér guð »sem unga hetju, sem
berst blóðugur og vígmóður við dreka hins illa«. Að
hugsa sér aðalvöldin í heiminum í jarðneskri líkingu er
vitanlega barnaskapur. Það er líkt og að tengja stjörnur
himins saman í merki, sem geta orðið myndir handa
börnum. Það er lítið betra en þegar E. H. Kv. segir,
að »drottinn tilverunnar sé áreiðanlega mikið gáfaðri“
en menn hafi haldið í fornöld. Að tala um dreka er