Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Page 54
48
Sigurður Nordal:
IÐUNN
og hún kemur fram í Völuspá, er að mörgu leyti frá-
bærlega fögur, þótt þar sé hugmyndir, sem teljast verða
úreltar. Mér er nær að halda, að hin norræna jötnatrú
sé beztu drög til lýsingar hins »illa«, sem fram hafa
komið í trúarbrögðunum. Eða eru margar djarfari og
og drengilegri hugmyndir til en Æsir og Einherjar, sem
húast og eflast sífelt til baráttu við alla Heljar sinna,
þó að þeim sé enginn sigur vís? Er það ekki lélegt lið-
sinni við hið góða, að vilja hafa »tryggingu« fyrir því
fyrirfram, að það hljóti að sigra?
Mér er enginn ami að því sálufélagi við Þór, sem E.
H. Kv. eignar mér, þótt af nokkurum misskilningi sé.
Eg ber mikla lotningu fyrir Asatrúnni. Hún er ekki ein-
ungis merkileg tilraun til þess að skilja tilveruna, eins
og önnur trúarbrögð, heldur er það tilraun forfeðra
vorra og á sérstakt erindi til vor. Eg hef áður, í útgáfu
minni af Völuspá og lítið eitt í grein hér í Iðunni (VIII,
177—78), fengið tækifæri til þess að minna á lífsgildi
hennar, og vona að geta vikið að því efni síðar. En í
þetta sinn vil eg einungis minna á, hv>e mikils virði þessi
trúarbrögð eru fyrir hvern þann, sem skilja vill íslenzka
þjóð. Þau eru sköpuð af frændum vorum og forfeðrum,
áður en hinar suðrænu og austrænu menningaröldur
flóðu yfir Norðurlönd. Þau eru mótuð af norrænu unv
hverfi, norrænni hugsun 05 skapi. Og enn situr meir
eftir af þeim í eðlisgrunni Islendinga en margan grunar.
Á slíku veitist vísindunum erfitt að festa hendur, en
djúpsýn skáldanna á sér þar merkilegt efni til athugunar
og íhugunar. Eg trúi því, að það, sem marka mun nýja
blómaöld íslenzkra bókmenta, verði framar öllu nýr og
dýpri skilningur skáldanna á sögu, menningu og einkenn-
um þjóðarinnar. Rannsóknir fræðimanna eiga að búa í
hendur skáldunum, en þau aftur að eiga meginþátt í að