Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Side 55

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Side 55
IÐUNN Heilindi: 49 skapa grundvöll íslenzkrar sálarfræði og íslenzkrar lífs- skoðunar. Af skáldum síðustu kynslóða benda Einar Benediktsson, ]ón Trausti og Guðmundur Friðjónsson skýrast í þessa átt. Og undir þessu merki einu geta ís- ienzkir rithöfundar gert sér von um að verða víða frægir. Erlendir lesendur seilast ekki eftir íslenzkum skáldritum til þess að finna þar bergmál af hugsunum sinna eigin skálda. Og já'fnvel ef upp kæmi svo stórfelt íslenzkt skáld, að skoðanir hans bergmáluðu um víða veröld, má óhætt spá því, að hann myndi um leið vera sérstaklega barn sinnar þjóðar, eins og flest eða öll slík stórmenni. Með þessu er ekki gert lítið úr þeim skáldum, sem gera bækur sínar að farvegi erlendra hugsana. Þeir geta átt merkan þátt í menningu samtíðar sinnar. Það geta líka þeir menn, sem þýða erlend rit. En vilji þeir ryðja sér til landa fyrir utan haf, verða þeir að hafa meira til brunns að bera. Þá getur íslendingurinn valið sér verra hlutskifti en að sigla með Þór í stafni, enda er það gamall og góður siður að heita á hann til sæfara. Verk E. H. Kv. eiga sér ekki djúpar rætur í íslenzkum jarð- vegi. Gildi þeirri er annars eðlis. Þó að þau hafi verið þýdd á erlend mál, eins og flestar læsilegar sögur eru á vorri miklu prentöld, hefur þeim ekki verið mikill gaumur gefinn, einmitt af því að menn hafa leitað ís- lands og íslendinga í þeim og þózt grípa í tómt. Eg held, að það hafi líka verið misráðið af E. H. Kv. að afneita Þór eins og hann hefur gert. Ef hann hefði lagt verulega rækt við hann, áður en hann hóf sókn eftir þeim jarð- neska frama, sem hann virðist mest hafa þráð, hefði sennilega betur farið um sjóferð þá. lDunn X. 4

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.