Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Síða 61
IÐUNN
DjúpiÖ mikla.
55
brautar, heldur en á þyktina millum skauta Vetrar-
brautar.
Samlwæmt ályktun hans átti stjörnuveldi vort, eða
Vetrarbrautin, helst að líkjast tvíkúptu safngleri, hvað
lögun snerti.
Síðar komst hann að raun um að eigi væru ályktanir
þessar dregnar út af réttum forsendum. Feldi hann því
starfið niður, enda náði sjónpípa hans engan veg til
botns í stjörnuhafinu.
Reynsla síðari tíma manna hefir þó í öllum aðalat-
riðum staðfest ályktanir hans, enda lá mikið starf að
baki þeim.
Seeligers lög. Síðan Herschel leið hafa sjóntækin
fullkomnast, fjarlægð stjarna verið mæld og litsjá og ljós-
myndun komið til sögunnar.
Starfi Herschels hefir verið haldið áfram af ýmsum.
Einkum má þó nefna þýskan stjarnfræðing er Seeliger
heitir. Hann hefir leitt í ljós þrjú mikilvæg lögmál sem
við hann eru kend.
Reikningar sýna að væru allar stjörnur álíka bjartar
í eðli sínu og lægju þær jafn dreifðar út um rúmið,
þá mundu ávalt finnast ferfalt fleiri stjörnur, ef talið
væri alt upp í ákveðinn stærðarflokk, heldur en ef talið
væri alt upp í næsta flokk þar fyrir neðan1)- T. d. ættu
10 fyrstu flokkarnir að geyma ferfalt fleiri stjörnur en
9 þeir fyrstu. En talningar stjarna víðsvegar í geimnum
sýna að sijörnum fjölgar eigi líkt því svo ört. Talan rúm-
lega þrefaldast að meðaltali. Nálægt skautum Vetrar-
brautar gerir hún lítið meir en að tvöfaldast.
1) Stjörnunum er skift í „stæröarflokka", eru þeir nú um 20.
Fyrsti f|. er skærastur, annar 2'h sinnum daufari, þriöji 2'/2 sinn-
um daufari en annar fl. o. s. frv. Aö öðru jöfnu eru stjörnur því
fjarlægri, sem þær eru daufari,