Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Side 65

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Side 65
IÐUNN Djúpið milila. 59 Eigi fylgja þó allar stjörnur straumum þessum. Sumar renna í aðrar áttir og fylgja ýmsum aukastraumum1)- Fá má góða hugmynd um strauma þessa með því að hafa í huga 2 fiskigöngur, sem mætast í rúmsjó. Göngur þessar hafa 2 aðalstefnur. Auk þeirra eru þó smátorfur á víð og dreif, sem fara í ýmsar aðrar áttir og ein- stöku fiskar snúa allavega við öllum göngum annars fiska. Leitað orsaka. Kapteyn leitar á þessa leið að or- sökum straumanna: Tvö stjörnuveldi hafa mætst og runnið saman á veg- ferð sinni um himingeiminn. Hvert um sig fer sinna ferða. Að lokum skiljast þau til fulls og hittast að lík- indum aldrei framar. Þetta stjakar við hugmyndum manna um einingu al- heims vors. Hafa menn því leitað annara skýringa. Schwartzschild hyggur að stjörnurnar renni hringmynd- aða bauga, afarvíða, umhverfis þungamiðju Vetrarbrautar, en Turner hyggur brautir þeirra sporbauga. Þvílíkar boglínur mundu virðast, frá jörð að sjá, alveg beinar um óratíma, og vegna þess að sólkerfi vort er eigi í miðju Vetrarbrautar, gætu hringrásir þessar litið út sem 2 meginstraumar í gagnstæðar áttir. Þungamiðja Vetrarbrautar. Sólkerfin hafa þunga- 1) Langt úti í rúminu virðasl bláhvítar stjörnur renna með sér- stökum hægum straum, sem hefir þó líka stefnu og 1. straumur. Bolastraumur heitir afarstór aukastraumur — um 30 ljósár á þykt. Hann flytur með sjer allmikinn hluta sjöstirnissólnanna. Bjarnarstraumur er afarmerkilegur. Hann flytur með sjer 5 stjörn- ur úr Stóra vagninum og fjölda stjarna víðsvegar úr rúminu. Meðal þeirra er Hundastjarna. Flest eru tvísólir. Hann er afar víðáttu- mikill og rennur fallrétt á Vetrarbraut. Hraði hans er 29 km. á sek. Sól vor berst með þessum straum.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.