Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Page 76

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Page 76
70 Bjðrn Haraldsson: Þröstur. IÐUNN þessi brot í bundnu máli býð eg fram í þakka skyni. Björn fiara/dsson. Út í bláinn. Út í bláinn endalausan augum þreyttum beini ég. Andinn finnur enga huggun í að líta farinn veg. Út í blámann himinheiðan hugurinn vill lyfta sér. Innri þrá og kröftum knúinn kliptum vængjum loftið ber. Stoðar lítið, guð minn góður! gullin þrá: að lyfta sér, úr því viljinn vængjarúinn, vonasnauður loftið ber. Eða máske megnar þráin máttka vængi að skapi sér? — Eg er að horfa út í bláinn engin skeyti berast mér. Ólafur Stefánsson.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.