Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Side 83

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Side 83
IÐUNN Rilsjá. 77 lagið hefir þá veriö þar svipað og við Suöur- og Vestur-Noreg, eða ef til vill líkt og við Bretlandseyjar, en breyst til hins lakara eftir því sem tímar liðu. Það er ekki rúm til þess, að greina hér frekara frá efni þess- arar ritgerðar; hún er höfundi til mikils sóma. Hann hefir enn sýnt það, hve mikils hann fær áorkað í rannsóknum og ritstörfum, þrátt fyrir ýmsa erfiðleika. Væri óskandi að hann gæti haldið þeim áfram, með óskiftum kröftum, og að honum mætti takast að semja allsherjar-rit (Monografíu) um þessar merkiiegu eftirstöðvar af horfnum heimi, hér úti viö sjó, sem er æði mikið annars eðlis en sá, sem þau dýr lifðu í, er nú liggja grafin í hinum forna sjávar- bolni, sumstaðar hátt yfir núverandi haffleti, innan um leifar af gróðri, sem átti við betri kjör að búa en sá, sem nú reynir að bjóða norðangustinum byrginn á hinu veðurbarða Tjörnesi. B. Sæin. Einar Jónsson: Myndir. Kbh. 1925. Bók þessi er svo falleg að frágangi öllum, að mann langar til að hún væri út gefin hér á landi. En svo er ekki, og er þá aö taka því. Hitt er víst, að listamaðurinn, sem hún fjallar um, er íslenskur: Hann hefir dvalið talsvert skeið af æfi sinni erlendis og kynst öllu, sem hinar stóru þjóðir hafa að bjóða. En ekkert af því hefir getað sveigt hann frá Islendingseðlinu. Eg hefi einhverntlma sagt það um Einar jónsson, að hann hafi I heimi listarinnar átt þann sama rétt, sem sendiherrar þjóða eiga að þjóðarétti, „exterritorialrétt". Hvar sem hann hefir dvalið, þar hefir verið ísland. Það er gaman að blaða í 'þessari bók og dæmalaust tækifæri til þess að kynnast starfi og einkennum Einars. Flestir sem um hann hafa ritað hafa lagt höfuðáherslu á innihald mynda hans. Þeir hafa lesið þær eins og bók. Alt á eitthvað að tákna og merkja. Og svo er um margar myndir hans. En yfir öllum þessum rúna- lestri vil eg ekki gleyma því, að hér er unt listaverk að ræða, sem fyrir mér eiga fyrst og fremst að færa fegurðarnauln í línum og lögun. Eg verð hreinskilnislega að játa, að mér þykir miklu meira lil þess koma, hve margt fagurt Einar hefir mótað, heldur en til hins, sem lesa má út úr myndum hans. Því þykir mér mest til þeirrar myndar hans koma sem fegurst er, en þaö er Alda aldanna, eða skýstrókurinn. Henni fá engin

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.