Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Síða 85
IDUNN
Ritsjá.
79'
og gildar. En hví er þá haldið fast í þá kenslubók? má spyrja, og
réttlæta með því dóm, sem annars væri ofharður.
Síðari kaflinn, sá um kirkjuna, er miklu „pósitívari" og frjórri.
Er í honum margt stórvel sagt, og á köflum er hann skrifaður af
snild, t. d. kaflinn um hagskýrslurnar. Og yfirleitt er eitthvað hlý-
legt við að heyra einu sinni annað um okkar góðu kirkju sagt en
þetta gamla: Vmist hnjóðsyrði eða afsakanir. Höfundurinn sýnir
hér þá réttu einurð, ekki bara í því að þora að segja til vamms,
heldur líka hinu, sem engu minna þarf til, að þora að leggja liðs-
yrði, án þess að biðja um leið afsökunar.
Það má helst að bók þessari finna, að hana vanti skýrt stefnu-
mark. Höfundurinn stráir óspart út smellnum setningum og fögrum
hugsunum, en hvert er stefnt? Perlurnar eru betri en þráourinn,
sem tengir þær saman. Stíll höfundarins veldur hér um nokkru,.
spakmælakendur og sundurlaus, skemtilegur en ekki leiðandi, lik-
ari skáldi en kennara. /VI. J.
Fimm sönglög eftir Sigvalda Kaldalóns. Lögin eru við-
þessa lexfa: Stormar eftir Stein Sigurðsson, Vorvísur eftir Höllu
Eyjólfsdóttur, Una eftir Davíð Stefánsson Skógarilmur eftir Einar
Benediklsson og Leiðsla eflir Þorslein Gíslason. Iðunn hefir ekki
lært nema síðastnefnda la'gið, og segir, eins og áður, að hún kann
ekki um sönglist að dæma af neinni þekkingu. En augu hefir hún
lil að sjá með og eyrn til að heyra, og hún verður þess vör, að
Sigvaldi læknir gefur jafnt og þétt út tónsmíðar sínar, og jafnan
lærist eitlhvað af lögum hans og festist í fólkinu. Og sá er skáld,
sem það tekst. /W. J.
D. Daníelsson og E. Sæmundsen: Hestar.
Þetta er þörf og góð bók um tamning hesta og gang, reiðtýgi
og meðferð alment, að þekkja aldur hesta og æfingar undir veð-
reiðar, markaði og kynbætur o. fl. Höfundarnir skifta efninu milli
sín og skrifa báðir fjörlega og vel, enda er bókin hin skemtilegasta.
En auk þess getur hún orðið og ætli að verða bæði hestunum og
reiðmönnunum að miklu liði, því rnargt má læra af athugun bestu
manna á þessu sviði sem öðrum. Bókina ættu menn alment að
eignast, þeir sem hesta hafa undir höndum. /VI. J.