Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Qupperneq 86
Ritsjá.
IÐUNN
«0
Dr. Jón Helgason: Islands Kirke fra dens Grundlæggelse
«1 Reformationen. Kbh. 1925.
Það er félagið Dansk- Islandsk Kirkesag, sem gengist hefir fyrir
útgáfu þessarar prýðilegu kirkjusögu biskups vors. Arið 1922 kom
út síðari partur bókarinnar: Islands Kirke fra Reformationen til
vore Dage. Þótti hentugra að fá það bindið fyr vegna þess að sá
partur kirkjusögunnar var mörgum miklu ókunnari, en á hinn bóg-
inn fult svo mikið áhugamál, að kynnast sögu hinna síðari og síð-
•ustu tíma.
Kirkjusagan er hér rakin á mjög einfaldan og óbrotinn hátt,
sniðið ekki jafn vísindalegt og á hinni íslensku kirkjusögu biskups,
en frásögnin þar af leiðandi fult svo skemtileg, og sjá allir að
þessi munur er mjög eðlilegur og liggur í mismunandi tilgangi
bókanna. Er fyrst skýrt frá kristniboðstímabilinu, frarn um árið
1000. Því næst frá því, er kirkjan nær festu í þjóðlífinu, fram um
1100. Þá er kafli um það, er hinar erlendu kirkjuhugmyndir taka
að gerast áleitnar, 11. öldin. Svo kemur Sturlungaöldin, til 1264.
Svo kemur saga kirkjuvaldsins, þegar það er að eflast til fullnustu,
til 1387 og loks niðurlagskafli miðaldakirkjunnar — Aftan við er
ágætt registur, eins og við hitt bindið.
Vtri frágangur bókarinnar er afbragð, pappír og prentun í besta
lagi og bókin prýdd fjölda ágætra mynda. Má með sanni segja, að
biskupi vorum hafi hér tekist að skapa hið prýðilegasta verk að
-efni og búningi, og er hér kirkju vorri samboðin lýsing á högum
hennar og háttum á liðnum tímum. Al. J.
Jón Sveinsson: Nonni og Manni. Magnús jónsson og Frey-
steinn Gunnarsson þýddu. Bókaverslun Ars. Arnasonar. MCMXXV.
Með þessari bók er lokið útgáfu á íslensku af sögum Jóns
Sveinssonar, og eru þá komin 4 bindi, mjög snotur að ytra útliti
og Iesin svo af ungdóminum, að fá dæmi munu vera hér á landi.
Þessi bók er tvær sögur: Nonni og Manni fara á sjó, og Nonni
og Manni fara á fjöll, og eru báðar þessar sögur ekki síður æfin-
týralegar en annað, sem höf. segir frá.
Iðunn getur ekki stilt sig um það, um leið og hún segir frá
bók þessari og því, að útgáfu rita J. S. er nú lokið, að minna á,
að hver maður getur nú eignast þessi verk öll ókeypis, samkv.
-auglýsingu á umbúðum Iðunnar. M. J.