Kirkjuritið - 01.12.1936, Qupperneq 4

Kirkjuritið - 01.12.1936, Qupperneq 4
KirkjuritiÖ. NÝR HIMINN OG NÝ JÖRÐ. JÓLAPRÉDIKUN. Eftir séra Svein Víking. „En vér vænium eftir fyrirheiti hans nýs him- ins og nýrrar jarðar, þar sem réttlæli hýr (11. Pét. 3.13). Jólin koma til vor með nýjan himin og nýja jörð. Á þeirri hátið breytir alt um svip, verður hlýlegra og bjart- ara en nokkuru sinni endranær. Og þessi hreyting er ekki fyrst og fremst fólgin i því, að livert heimili er þá fág- að og prýtt eftir föngum og allir ldæðast sínum beztu fötum. Ekki cru það heldur jólatrén, jólaljósin og jóla- gjafirnar, sem valda þessu, enda þótt það setji sinn hlæ á hátíðina. Það eru mennirnir sjálfir, sem hreytast — um jólin. Þeir verða glaðari i viðmóti, göfugri í hugsun og betri. Áhyggjurnar hverfa, dægurþrasið þagnar, en liljóður fögnuður og dularfull helgi fyllir liugann. Þessum áhrifum jólahátíðarinnar, þessari breytingu hugarfarsins, sem hún veldur, lýsir eitt af sálmaskáld- um vorum, er það segir: Þá hjóða menn fúsir bróðurhönd, þá birtir í liugans leynum, þá hm'tast að nýju brostin bönd. Þá bætt er úr sárum meinum. Og þá er sem tengist land við lönd í Ijómandi kærleik hreinum. Er það ekki annars einkennilegt, að jólin skuli hafa slík áhrif á oss umfram alla aðra daga ársins? Og er það

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.