Kirkjuritið - 01.12.1936, Side 6
396
Sveinn Víkingur:
KirkjuritiÖ.
dýrðlegu fyrirmynd breytni vorrar og lífs. Hjálpræðið
mesta sé að öðlast hinn siðferðilega hreinleika og góð-
leik Jesú. Loks henda margir á krossinn á Golgota og
telja dauða frelsarans fyrir mannkynið stærstu gjöfina.
Hann hafi fórnað sjálfum sér fyrir oss, saklaus liðið fyr-
ir oss selca, til þess að frelsa oss frá syndinni og sætta
oss við Guð.
Öll þessi svör eru í meginatriðum rétt, þó ekkert
þeirra sé tæmandi. Kristur er ekki aðeins höfundur
nýrrar trúar og nýs siðgæðis, hann er einnig frelsarinn
frá synd og dauða. Hann á jólagjafir handa öllum,
hversu ólíkir sem þeir eru að eðlisfari og skoðunum,
öllum gefur liann dýrmætar gjafir, sem tij lians leita.
Þegar ég í dag á hátið Krists hugsa um allar þær
gjafir, sem liann liefir gefið oss mönnunum, liugsa um
alt það, sem vjer eigum honum að þakka, og leitast við
að draga saman i eitt það, sem hann liefir fyrir oss gjörl,
þá get ég ekki í fám orðum lýst því sannar og betur en
með því að taka mér í munn orð postulans um nýjan
himin og nýja jörð.
Jesús Kristur kom í heiminn lil þess að gefa oss öll-
um nýjan himin og nijja jörð.
Hvernig var sá himinn og liver var sú jörð? Það var
himinn eilífðarinnar og kærleikans, og það var sú jörð,
þar sem mennirnir breyta hver við annan eins og bræð-
ur og systur, þar sem enginn gjörir annað en það, sem
hann einnig vildi, að væri sjálfum sér gjört.
Jesús sá þenna nýja himin og þessa nýju jörð ljóslif-
andi fyrir sér. Það voru engir þokukendir draumórar
eða óljós hilling. Það er veruleikinn sjálfur í nútið og
framtíð, þó fjöldanum væri hann ennþá hulinn. Og him-
inn Krists, liann var bjartur og skínandi fagur. Hann
var fullur af kærleika og dýrð, vizltu og náð. Guð him-
insins var kærleikurinn, óendanlega góður, óendanlega
máttugur til þess að hjálpa öllum börnum sínum. Hann
vildi ekki glötun nokkurs einasta manns. Þessvegna gaf