Kirkjuritið - 01.12.1936, Qupperneq 9

Kirkjuritið - 01.12.1936, Qupperneq 9
KirkjuritiS. Jólaprédikun. 399 þér“. Hver, sem þiggur þá mildu gjöf og á liana, finnur í hjarta sínu öryggi, fögnuð og sælan frið. En að þiggja föðurást Guðs og fórnandi kærleika frelsarans, en hafna jafnframt þeim kröfum, sem slík- ur kærleikur hlýtur að gjöra til breytni vorrar og lífs, er ekki eilthvað bogið við slíkt? Haldið þér, í alvöru tal- að, að hinn nýji himinn geti fyllilega notið sín, á meðan hann hvelfist yfir þá jörð, sem mennirnir gjöra fulla af rangsleitni og styrjöldum, hatri og tárum? Gagnar oss til fulls trúin á Guð í alheimsgeimi, ef vér ekki jafnframt trúum á Guð í sjálfum oss og leitumst við af einlægum hug að verða fullkomnir eins og hann er fullkominn? Getur dýrð hins nýja himins kærleikans ljómað um- hverfis oss og i oss, ef vér vanrækjum vort eigið lif, van- rækjum þá skyldu að hjálpa Kristi til þess að skapa nýja jörð, nýja hamingju, vanrækjum það jafnvel á voru eigin heimili og gagnvart vorum nánustu vandamönn- um? Er ekki einmitt þetta stærsta og sárasta höl ver- aldarinnar nú og höfuðógæfan, að svo margir hafna gjöf frelsara síns til liálfs, vilja að vísu trúa á himininn, en engu fórna lil þess að gjöra jörðina nýja? En á jólunum, hátíð Jesúbarnsins, verður undursam- leg hreyting, ekki aðeins á umhverfinu, heldur í oss sjálfum. Þá hirtir i hugum allra. Þá opnast himininn, og vér finnum skýrar en nokkru sinni endranær kærleika Krists og Guðs vefjast um oss. Hinn bjarli himinn frelsarans lykur um oss öll. En á jólunum sjáuni vér einnig í hrosandi hylling hina nýju jörð. Hún fær- ist oss nær. Vér fáum að stíga fæli á hana á hátíð Krists, og finnum að hún er heilög jörð. Slíkt augnahlik, er vér fáum að stíga fæti á hina nýju jörð, er „augnablik helg- að af himinsins náð“. Þá finnum vér, að vér erum öll eitt í samfélaginu við Jesú, finnum, að vér eigum öll að hjálpast að, og vera fús að fvrirgefa hvert öðru. Vér viljum gleðja hvert annað. Vér viljum engan vísvitandi særa eða styggja, engum vinna mein. Handtakið verður

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.