Kirkjuritið - 01.12.1936, Page 11

Kirkjuritið - 01.12.1936, Page 11
KirkjuritiS. JÓLASÁLMUR. Friðarins andi! Farðu um manna hugi græðanda anda hins unga dags, Kveiktu á blysum kærleika og trúar, leið mannkyn alt til auðnu og hags. Skuggarnir magnast, myrkvast í heimi, veröldu hrjáir heift og stríð. Á banaspjót berast bræður og þjóðir-, og jólabirtu byrgir hríð. Skotþrumur duna. Ur djúpum böls og nauða berast hin nístandi hrygðarhróp. Blóðöld og skálmöld, skeggöld og helöld, — fær nokkuð lægt þín ógnaróp? Einasta vonin verður líf þitt, Kristur, lausnarinn sanni, úr Ijóssins dýrð. Elska þín sigrar sverðin að lokum, er þú í hverju hjarta býrð. Farðu um hugi friðaranda þínum, réttlæti og kærleika ryddu braut. Styð þú oss veika, er steinarnir hálu verða í götu og valda þraut. Einasta mannkyns von er kross þinn, Kristur, tákn þinnar fórnar, frelsisins mál, letra það geislum logabjörtum þínum á heimili allra, í hverja sál. Blcssaða hátíð, blíðu þinni stafar niður í móðu mannlegs heims. Auðmjúkum hugum á þinn fund við komum í faðmi hins heiða, hljóða geims. Sigurjón Guðjónsson.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.