Kirkjuritið - 01.12.1936, Síða 17

Kirkjuritið - 01.12.1936, Síða 17
Ivirkjuritið. Minningarhátíð siðbót. i Danmörku. 407 Fryd vi ser“ („Þann signaða dag vér sjáum enn“). En á eftir erindinu var sungin sérstök „kantata“ („útsett“ fyrir einsöng, drengja- og karlakór með ,,orkestri“). Að stofninum lil var kantata þessi gamli Lúther-sálm- urinn „Vor Guð er borg á bjargi traust“, en skotið inn á milli erindanna fjögurra nýjum sálmi í þrem erind- um undir nýju lagi. Var sjálfur Lúthers-sálmurinn sung- inn af drengjakór (Köbenbavns Drengekor), en inn- skotserindin voru sungin af baryton-solo 1. erindið, sopransolo 2. erindið og af tenorsolo og kór 3. erindið. En síðasta erindi Lútbers-sálmsins „Hver óvin Guðs skal óþökk fá“ söng allur „söfnuðurinn“ einum rómi. Var það í sannleika áhrifarík stund, er allir stóðu upp úr sætum sínum og sungu þetta þróttmikla erindi sálms- ins með þeim sigurhreim, sem það hefir í sér fólginn. Söngnum stýrði Mogens Wöldike (,,Sanginspektor“), einn af helzu söngfræðingum Dana á sviði sálmasöngs- ins, en ungur prestur Harald Vilstrup bafði ort innskots- sálminn. Er ekki ofmælt, að þessi bátíð bæjarstjórnar Khafnar færi fram með hinni stökustu prýði og að öll- um viðstöddmn veittist þar unaðsrík og ógleymanleg liá- tíðastund. Úr Nikulásarkirkjuni var, að lokinni bátíð, gengið til Kristjánsborgarballar og. þar sezt að stórveizlu (Souper), sem ríkisdagurinn danski — þjóðþingið og' landsþingið i sameiningu höfðu efnt til. Var gestunum raðað niður við 37 borð í tveimur sölum ( rauða og bláa salnum). AIls sátu veizlu þessa 500 manns. Voru framreiddir 3 í'étlir matar og kaffi á eftir og fór alt borðbaldið fram með mikilli prýði. Fulltrúa islenzku kirkjunnar var skipað til sætis í „bláa salnum“ við 4. borð, með 0. Krag rektor og sambandslaganefndarmann á vinstri bönd og' ráðuneytisdeildarforstjóra Barfod á bægri. Ræður voru fluttar í báðum sölum: í bláa salnum flutti forseti landsþingsins C. Th. Zable liátíðaræðuna (en Ilolböll deildarforstjóri þakkaði fyrir matinn), en i rauða saln-

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.