Kirkjuritið - 01.12.1936, Qupperneq 18
408
Jón Helgason:
Kirkjuritið.
um mun i'orseti þjóðþingsins Hans Rasmussen hafa tal-
að. Eftir að setið hafði verið að borðum i tvær stundir,
var staðið upp frá borðum og skiftu menn sér eflir eig-
in vild niður í salakynnum rikisþingsins og í „Vandre-
hallen“, þar sem hressingar voru til boða hverjum, er
þiggja vildi. Zalile landsþingsforseti hitti þann, er þetta
ritar, að máli að borðhaldi loknu og mæltist hann til
þess, að ég kæmi inn á heimili hans (en forsetar ríkis-
þingsins liafa ókeypis bústað á Kristjánsborgarhöll), til
þess að sjá „hvernig færi um þá heiðursgjöf, sem hann
hefði kærasta þegið á æfi sinni“, en gjöfin, sem liann
átti við, var liið fagra málverk Jón Stefánssonar frá
Þingvöllum, sem Zahle hafði hlotið að gjöf frá íslandi
á 15 ára afmæli sjálfstæðisins, sem Zahle átli ekki hvað
minstan þátt í, að við fengum 1918. Sómdi þessi heið-
ursgjöf frá Islandi sér einkar vel á veggnum í viðliafn-
arstofu þingforsetans, og var sýnileg ánægja þeirra hjóna
yfir liinni veglegu minningargjöf.
Þessi hátíð ríkisþingsins stóð langt fram á nótt, en
sá, er þetta ritar, hvarf heim til sín, er leið af miðnætti.
Fimtudaginn 29. október kl. 3 hafði félag eitt „Folke-
kirkeligt filantropisk Forbund“, sem þessa daga hélt
„landsfund“ í Ivhöfn, hoðið oss gestum til þátttöku í
fundi þess i Ansgars-salnum í húsi K. F. U. M., en það
fórst fyrir, að ég gæti fært mér í nyt það boð; en fjórir
hinna úllendu biskupa fluttu þar sitt erindið hver um
guðsþakkarslarfsemina með kirkjum þeim, sem þeir
voru fulltrúar fyrir. Aftur tók ég þátt í kveldveizlu mik-
illi, sem Hjerl Hansen forstjóri (einlægur kirkjuvinur og
áhugamaður um öll mál, er að kirkjuhaldi lúta) hafði
efnt til og boðið okkur aðkomugeslum til ásamt ýms-
um „leiðandi“ kirkjumönnum horgarinnar. Var veizla
þessi liin skemlilegasta, og var henni lokið stundu fyrir
miðnætti, enda skyldi aðal-minningarhátíðin hefjast
næsta dag og standa að mestu frá morgni til kvelds.
Þessi aðalhátíðisdagur — föstudagurinn 30. okt. rann