Kirkjuritið - 01.12.1936, Blaðsíða 22

Kirkjuritið - 01.12.1936, Blaðsíða 22
412 Jón Helgason: Kirkjuritið. fram þegar í uppliafi ræðu sinnar, að þetta orð drott- ins, sem varir að eilífu, væri arfurinn, sem vér hefðum meðtekið frá siðbótinni, og þetta orð hefði til flutnings boðskap um það, sem varir þegar alt annað er þyrlað burt af straumi tímans. Endurnýjun kirkjulífsins yrði aldrei með öðrum hætti en þeim, að horfið væri aftur lil sjálfrar byrjunarinar. En byrjun kristindómsins væri sú, að Guð hefði talað til vor fyrir munn sonarins Jesú Krists. Kirkjan standi og falli með þeirri óbifanlegu trúarsannfæringu, að ekki sé oss gefið neitt annað nafn til hjálpræðis en nafn Jesú Krists, og um annan grund- völl geti aldrei verið að ræða. Boðskapur Krists nái til allra manna án alls greinarmunar. Siðbótin hefði flutt oss nýjan skilning á þessu. Lúther hefði tekist að brjót- ast gegnum allar mannasetningarnar, sem hlaðist hefðu utan um orðið frá Guði, og að komast inn að sjálfum kjarna þess: Hinu lireina og einfalda fagnaðarerindi. Honum hefði veizt skilningur á því, að vér komumst aldrei á rétta leið af eigin ramleik, heldur aðeins fyrir trúna á Guðs orð og lífið í því orði. Hjálpræðið veittist oss aðeins með því að grípa framrétta hönd Jesú. Lúther liefði borið gæfu til þess, að uppgötva leiðina til liinnar týndu Paradísar. Þó hcfði ekki Lúhter valið Guð, lield- ur Guð Lúther. og Guð licfði notað Lúther sem verk- færi sitt til þess að leysa orð sitt úr viðjum mannasetn- inga og hindurvitna, svo að liinn nýi dagur gæti brotist fram úr myrkrinu og feður vorir boðið vclkominn liinn signaða dag, -— dag hins hreina fagnaðarerindis, sem hoðaði nýja tíma, fullkomin aldahvörf innan þjóðlífs vors. Hið mesta, sem gerst hefði hér í heimi, liefði ávalt byrjað mcð þvi, að mannleg sál gaf sig Guði á vald í hlýðni við orð hans til vor. Heimsríki hafa hrunið til grunna, en orð drotlins, eins og vér meðtókum það af munni Jesú, Páls og Lúlhcrs, stendur að eilífu. Þess cr krafist af oss, að vér vinnum að þvi, að siðbótin haldi áfram. En það, sem mcstu skiflir oss öll, cr, hvernig vér

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.