Kirkjuritið - 01.12.1936, Síða 26
416
Jón Helgason:
KirkjuritifS.
hjónin mjög vel yfir ferð sinni, sem þau töldu ógleym-
anlega, þótt Geysir brygðist, og dáðu mjög hinar hlýju
viðtökur. Alveg sérstaklega rómuðu þau fegurð Norð-
urlands.
Eftir heimkomuna frá Sorgenfri var ekið með okkur
hátíðagesiti út um borgina, til þess að sýna okkur nokkur-
ar af hinum nýju kirkjum, sem reistar hafa verið i út-
hverfum borgarinnar af „Det. köbenhavnske Kirkefond“,
eða að tilhlutun þess, án stuðnings af hálfu hins opin-
bera. Verður það aldrei nógsamlega dásamað, hve mik-
ið þessi félagsskapur, sem ekki á sinn líka í nokkuru öðru
landi, hcfir afrekað síðasta mannsaldurinn, til þess að
útvega liöfuðhorginni nægilega prestlega þjónustu. Að
„Kirkefondet“ hefir ekki aðeins óskoraðan eignar- og
afnotarétt að þessum kirkjum, sem það hefir komið upp
með samskotafé, heldur og réttinn til þess að skipa
presta við þessar nýju kirkjur, hefir þó verið sumum
þyrnir í augum á síðari timum, og hafa þeir viljað telja
siikt fyrirkomulag ósamrimanlegt þjóðkirkjuhugmynd-
inni. En til þessa hefir ekki tekist að leggja hömlur á
þetta starf.
Fararstjóri vor út um útliverfi borgarinnar var sjálf-
ur biskup Kaupmannahafnar. Fyrst var leiðin lögð út að
liinni miklu Grundtvigskirkju. Hún er að því leyti ó-
viðkomandi Kirkefondet, að sérstök nefnd manna, af
öllum stefnum og stéttum, hefir gengist fyrir því með
alþjóðar-samskotum, hvar sem dönsk tunga er töluð, að
menn heiðruðu hinn mikla andans jöfur, sálmaskáldið
Grundtvig, með þvi að reisa honum veglega kirkju til
minningar um afrek hans og feiknarálirif lífs og liðins.
Kirkja þessi er að vísu enn ekki fullger, en þess er
vænzt, að takast muni að fullgera liana á næsta ári. Er
gert ráð fyrir, að fullgerð muni hún kosta um 6 miljónir
króna. Að útborði til er smíði kirkjunnar lokið, en að
innan er allmikið ógert enn. Hún er reist í gömlum
dönskum stíl — sama stíl og danskar sveitakirkjur flest-