Kirkjuritið - 01.12.1936, Qupperneq 35
Kirkjuritið.
Jól í Svíþjóð.
425
sungu jólasöngva og léku jólaleiki liinna ýmsu sér-
stöku héraða.
Þegar út kom aftur, fanst að minsta kosti mér, út-
lendingnum, sem ég væri aS koma úr löngu ferðalagi.
Mér fanst ég hafa verið jólagestur úti i bygðum SvíþjóS-
ar, við vötn og víða skóga.
Eitt var að minsta kcsti að læra af þessari sýningu,
hversu ræktarsamir Svíar eru við bygðarlög sín, siði
sína og venjur.
Við hjónin vorum hoðin út á aðfangadagskvöld. Þeg-
ar við vorum á leiðinni í hoðið, var kyrðin að færast yf-
ir; fleslir, sem við mættum, voru prúðbúnir, og voru á
leiðinni þangað, sem þeir ætluðu að njóta jólanna. Ann-
ar svipur var kominn yfir, og stjörnurnar, marrandi
vegurinn og hvítglitrandi trén, alt virtist hafa íklæðst
þeim svip, sem við nær ósjálfrátt tengjum einmitt við
jólin. — Leið okkar lá með fram stóru sjúkrahúsi, þar
skinu dauf ljós í gegnum gluggatjöldin; hvernig þeim
var innan hrjósts, sem þar lágu á beðjum sínum, skal
ekki sagt, en ég ímynda mér, að flestir þar hafi einnig
eignast sín jól — og e. t. v. ekkert síður lielg jól en ýmsir
hinna, sem frjálsir gátu farið allra sinna ferða. — Ef
slökt var og gluggatjöldin dregin frá, þá horfðu þúsund
stjörnur inn í stofurnar; ef ekki var slökt, voru kerta-
ljós tendruð og helgi og friður skapaðist í hlýjum bjarm-
anum.
Ökutækin fóru rólegar og liljóðlegar, og þar sem
fleiri voru á ferli saman, töluðu menn lágt og stilli-
lega — liávaði heyrðist hvergi.
Þegar við vorum komin á ákvörðunarstaðinn, stakk
húsbóndinn upp á því, að við skyldum ganga til kirkju,
og þegar við vorum komin það nærri, að við vorum
farin að berast með straumnum, kváðu alt í einu við
kirkjuklukkurnar úr öllum hlutum borgarinnar. — Það
var voldug samhringing. — Klukkan var orðin sex, það
voru komin jól um gjörvalla Svíþjóð. Um kirkjuna