Kirkjuritið - 01.02.1939, Síða 5
Kirkjuritið.
Vísa veginn, drottinn
59
t»að er öllum ljóst, í hve miklum þrengingum margar
þjóðir eiga á vorum dögum, og einnig að okkar þjóð
steðja margvíslegir örðugleikar. Þjóðunum er ekki meiri
l>örf á að biðja neinnar bænar en þessarar, sem hebreska
skáldið forðum bað: „Vísa mér vegu þína, drottinn, kenn
i»ér stigu þína“. Þar og hvergi annarsstaðar er leiðin út
úr örðugleikunum. Á Guðs vegum einum finnur islenzka
l>jóðin leiðina til farsældar. Þessvegna er það heilög skvlda
kirkjunnar að benda á þessa leið. Ótal leiðarljós hefir Guð
sett oss mönnunum, svo að vér mættum finna leið bans,
en skærasta og fegursta leiðarljósið í lifstríði voru er Jesús
Kristur. Bæði með lífi sínu og boðskap hefir bann vísað
°ss veginn, sjálfur gerst leiðtogi vor, bróðir og vinur i
öllu þvi, sem oss mætir. Og það er mér hjartans mál að
benda þjóð minni i dag á bann og leiðsögn bans. Það er
vissulega fyrsta og fremsta lilutverk kirkjunnar að vinna
að því, að lians líf og hans boðskapur gagntaki björtu
niannanna og geri þá fagra, sterka og frjálsa og færa nm
að mæta því, sem að böndum ber. Takmarkið er, að við
Úfum öll og störfum öll í hans anda. — Einstaklingurinn
a þess kost að eignasl liann sem einkavin i bverri þraul
°g í bans fylgd er öllu óhætt, því að hann er, eins og hann
sjálfur sagði: Vegurinn, sannleikurinn og lífiö. Og á-
eeiðanlega er þetta boðskapur, sem livern einstakan mann
varðar meir en alt annað. Ég sagði, að lífið væri undarlegt
og dularfult. Vér fæðumst hingað og göngum frá vöggu
U1 grafar. Lifum hér fáein æfiár, og berum ótal hugsanir
°g heitar tilfinningar i brjósti, þráum, vonum, elskum,
hrösum, stígum misstigin, vinnum sigra okkar. Hverf um
svo béðan, förum inn í óþekt lönd eilífðarinnar. — I raun
°g veru þráum vér öll eitt og liið sama, þó vér ef til vill
gjörum oss þess ekki fulla grein; þráum að finna leiðina
tiUifsins, til Guðs, sem alt liið æðsta, bezta og göfugasta
1 tilverunni er að finna bjá. Þessvegna er það svo gott og
svo viturlegt í öllu því, sem vér göngum í gegnurn, í gleði