Kirkjuritið - 01.02.1939, Page 6
Sigurgeir Sigurðsson:
Febrúar.
60
vorri, í sorgum, í margbreytilegum störfum voruni að
táka undir með skáldinu:
„Vísa mér vegu þina, drottinn,
kenn mér stigu þína“.
Þá lærum vér að elska lífið með Ijósum þess og skugg-
um, þá finnum vér, að það er þess verl að því sé lifað.
Þá verðum vér bjartsýn á framtíðina, og þá vitum vér
Itvert er að leita um hjálp og kraft í lífsbaráttunni. Hjálpin
kemur að ofan. Og vér eigum bænina. Án hennar má þjóð
vor ekki vera. Sumar slærstu og voldugustu þjóðir lieims-
ins hafa skilning á því, að þær eiga að biðja um hjálpina
af hæðum.
í hréfi, sem ég fékk fyrir nokkuru síðan frá Lundúnum,
segir bréfritarinn: „Ég var á fundi yfirborgarstjórans
hérna í Lundúnum á mánudaginn var. Þar var hið mesta
fjölmenni. Þar var haldin hæn fyrir hrezku þjóðinni, kirkj-
unni, konungi og stjórninni, æskulýðnum o. s. frv. Fimtíu
til sextíu aðrir horgarstjórar liöfðu kallað til hæna í ráð-
hússölum hæja sinna.“
„Visa mér vegu þína, drottinn,
kenn mér stigu þína“.
Eg finn það vel i dag, er ég ávarpa þjóð mína, að ég á
og þarf i sérstökum skilningi að hiðja þessarar hænar, er
ég um ]>essar mundir er að takast á hendur hið ábvrgðar-
mesta starf í íslenzku kirkjunni.
Atvik lífsins eru oft undarleg, og tilfinningum mínuin
í ]>essu sambandi fæ ég ekki lýsl því ég er smærri en
smár og finn það bezt sjálfur. En mér finst í raun og
veru, að allar mínar óskir, livað mér sjálfum viðvíkur og
starfi kirkjunnar í framtíð, felisl í þessum fallegu bænar-
orðum:
„Vísa mér vegu þína, drottinn,
kenn mér stigu þína“.
Ýmsir menn hafa komið að máli við mig og talið fremur
óglæsilegt að takast þetta starf, sem ég liefi verið kjörinn