Kirkjuritið - 01.02.1939, Síða 22

Kirkjuritið - 01.02.1939, Síða 22
Febrúar. Guðshugmynd frumstæðra þjóða. Hin almennu trúarbragða-vísindi eru ung fræðigrein. Þau eru búndin ákveðnum skilyrðum, sem ekki hafa verið fyrir liendi fyr en á vorum timum, þau eru ein yngsta greinin á meiði hinna svokölluðu „humanistisku“ vísinda, en þau hafa átt sitl hlómaskeið á siðustu tímum, meir en nokkuru sinni fyr. En þótt trúarbragða-vísindin séu tillölulega ný á nál- inni, þá eiga J)au samt sína sögu. Einnig hér hafa kenn- .ingar staðið í dag og fallið úr gildi á morgun, sannleikur dagsins í gær orðið að lygi í dag, o.s.frv. ()g þessi ungu vís- indi hafa átt því vafasama láni að fagna, að vera tízku- vísindi, að minsta kosti i flestum löndum, — þó því sé naumast til að dreifa með ísland, en í nafni þeirra vís- inda, sem eru tízkuvísindi, er oft ýmislegt, sem ekki á hald í veruleikanum sjálfum, og þeir ekki allténd spar- samastir á fullyrðingarnar, sem kveðja sér hljóðs af eigin náð og köllun. Á sviði frumstæðra trúarhragða liafa menn lítt komið sér saman um viðhorf og úrlausnir þeirra vandaxnála, sem þar liafa vakist upp. Hvergi er torveldara að komast að óvéfengjanlegum niðurstöðum en einmitt hér. Hugs- unarlxáttur þeirra þjóða, sem liér ræðir um — en það eru lxinar svokölluðu frumstæðu þjóðir er, eins og vænta má, ærið fjarlægur oss vestrænum mönnum, og það er ótrúlegum erfiðleikum hundið, að fást við rannsóknir á lífsskoðun þeirra og trú, þannig að það leiði til skilnings,

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.