Kirkjuritið - 01.02.1939, Page 36

Kirkjuritið - 01.02.1939, Page 36
90 Á. S.: Fyrsta doklorsritger'ð. Febrúar. Bók dr. Eiríks Albertssonar um Magnús Eiríksson ber þess volt, að hann liefir verið hrifinn af viðfangsefni sínu. Þetta er bæði kostur og galli. Kostur að þvi leyti að bókin verður þess vegna skemtileg og læsileg, og góðii rithæfileikar höf. njóta sín þar vel. Galli að því leyti, að bókin verður þess vegna meir einhliða en ella mundi sem vísindarit. Þó er það vafalaust, enda yfirlýst af and- mælendum, að bókin átli þá viðurkenning skilið, sem felsl i veiling doktorsnafnbótar fyrir hana. Með ritverki þessu hefir höf. leysl af hendi afrek og unnið sigur á þeim margliáttuðu örðugleikum, sem ein- angrun íslenzks sveitaprests hefir lagt í götu hans. Hann liefir reist minnisvarða manni. sem var sérkennilegur full- trúi íslenzkrar þjóðar á sviði guðfræðinnar, og gert það rösklega og myndarlega. Séra Eiríkur AUjertsson er fæddur 27. nóv. 1887 á Torf- mýri í Skagafirði. Voru foreldrar lians Albert Jónsson bóndi og kona hans Stefanía Pétursdóttir. Hann varð stúdent við Reykjavíkur almenna mentaskóla árið 1918 og skrásettur í guðfræðideild Háskólans sama ár. Hann lauk guðfræðiprófi með I. einkunn 13. febr. 1917. Varð prestur að Hesti í Borgarfirði sama ár. Hann er kvæntur Sigríði Björnsdóttur, prests og prófasts í Viðvík. Árni Sigarðsson.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.