Kirkjuritið - 01.02.1939, Qupperneq 40
Febrúar.
Innlendar fréttir.
Höfðingleg gjöf.
Hinni nýju kirkju, sem fyrir nokkuru hefir verið reist á Hóla-
nesi á Skagaströnd (í stað Spákonufells-kirkjunnar, sem lögð
hefir verið niður), barst á liðnu ári höfðingleg gjöf frá íslend-
ingi í Boston, lil minningar um löngu látna foreldra gefandans.
Skyldi gjöfinni varið til að skreyta kirkjuna og þáverandi
biskupi landsins falið að sjá um kaup á ýmsu, sem kirkjuna
kynni að vanhaga um. Gjöfin var 500 dollarar, þ. e. 2220 kr.
Nafn gefandans er Tómas Jedrowsky Kmidsen, en foreldrarn-
ir voru hjónin Jens Adser Knudsen, fyr faktor á Skagaströnd,
og Elísabet Sigurðardóttir, og bjuggu þau á Ytri-Ey eftir að
Knudsen lét af verzlunarstörfum. Jens Knudsen var af hinni al-
kunnu reykvísku Knudsens-ætt, bróðir Ludvigs A. Knudsen bók-
haldara og þeirra mörgu systkina, og því danskur að kyni i báðar
ættir. Annar sonur Jens Knudsen var séra Ludvig Knudsen, siðast
prestur á Breiðabólstað í Vesturhópi (t 1930). Jens Knudsen and-
aðist 1872. Var Tómas þá 4 ára. Nokkuru siðar tók föðursystir
Tómasar hann til fósturs, og með henni fluttist hann til ísa-
fjarðar og ólzt þar upp, unz hann 17 ára gjörðist verzlunar-
þjónn hjá Gram á Þingeyri. En þaðan komst hann 5 árum siðar
til Vesturheims og liefir dvalið þar síðan, nema einn vetur, sem
hann dvaldist hjá móður sinni á Skagaströnd. Hann hefir fram að
1930 haft fasla atvinnu við verksmiðju í Boston, og þar lifir hann
enn 70 ára gamall og hefir aldrei kvænst. ,,Ég er enginn Saint
(s.: helgur maður), en kenningar Jesú Krists hafa verið ljós á
mínum vegum og ég veit, að það er gott fyrir ungdóminn að
kynnast honum,“ skrifar hann um sjálfan sig í bréfi til undir-
ritaðs.
Fyrir jiessa peningagjöf hal'a þegar verið keypl fullkoinin
Ijósatæki í kirkjuna (2 ljósakrónur, 2 altarisstjakar, 0 veggljós),
nýr hökull úr silkiflaueli og vandað altarisklæði. Upphaflega
stóð til að keypt væri ný altaristafla, en seinna var horfið frá þv'
ráði, með því að fyrir var 100 ára gömul altarismynd, sem ekki
þótti ástæða til að hafna. Var myndin hreinsuð og gljádregin,
og sett í nýja vandaða eikarumgerð, með fólstalli undir og
krossi upp af. En á fótstall var greypt silfurplata með svohljóð-
andi áletrun: „Altaristaflan, gefin 183!) af P. Diius faktor, var 1938
endnrbætt og búin nýjum ramma, en kostnaður greiddnr «/
gjöf Tómasar Iinndsen i Boston lil skreytingar Hólanes-kirlcju 1
minningu foreldra bans, Jens A. Knudsen faktors og Elísabetar
Sigurðardóttur.