Kirkjuritið - 01.03.1939, Blaðsíða 6
100
Ólafur Ólafsson:
Marz.
og andardráttur þeirra, meðan þeir lifa. Hún á skylt við
ófullkomleika mannanna, því að þeir eru húnir, eins og
börnin, að skaða sig áður en þeir vila af. En skortur
skilnings á lögmálum lífsins mun óefað vera undirrót
þjáningarinnar. Þjáningin veður yfir mennina, sem eins-
konar óvita, og framhald hennar er harmur og víl, von-
leysi og örvinglan. Á þessu hefir gengið síðan menn urðu
fyrst til á jörðu.
Ein stjarna blikar á himni, jafnt og þjett, yfir þessum
lieimi harmanna. Það er Kristur. Furðulega mikið gleym-
ast ýmist augnahliks- ýmist þungar sorgir, er lians nafn
er nefnt. Ósjálfrátt lúta honum allir í lotningu, er liafa
citthvað hugsað um þá andlegu stærð, er þar hak við býr.
Þess vegna er það ekki liin sögulega persóna, Jesús frá
Nazaret aðeins, sem vér minnumst í dag, á langa frjádag;
það er frelsax-i vor; það er Guð i mannlegu starfi, sem vér
komum á móti, með samlíðun vora með harma vora.
„Ég sé þig koma, Kristur,
með krossins þunga tré“,
segir skáldið Davíð Stefánsson um harmleik þann, er vér
minnumst í dag. Dagurinn í dag er alvarlegasti, og þá
um leið helgasti dagur kirkjuársins. Þessi dagur, eða sá
atburður, sem hann er helgaður, er, ef svo mætti segja,
hornsteinn kristinnar kirkju. Dauði Jesú á kvalakrossi
skar úr um ])að, að hann átli yl'ir guðlegu valdi að ráða,
cr eigi léti bugast fyrir mannlegu ofurefli. En það lilaut
að kosla þjáningu. Ekki aðeins líkamlegar þjáningar, þ°
að krossdauði sé einn sá kvalafylsti sem getur, heldur og'
andlegar þjáningar, sem enginn af oss mönnum, er eigunx
hugðarefni svo ólík Ivristi, getur skilið, hve mjög tóku á
sálu hans. Hugarró Jesú frammi fyrir dómaranum, liögg-
in og háðið, er liann hlaut liina síðustu nótt æfinnar, þögn
hans og hlýðni undir krossins tré, slilling hans, liógværð
og karlmenska, er hann auglýsti mitt í kvölunum á kross-
inum, já, fyrirbænir lians fyrir þeim, sem hryðjuverkið
unnu, og ástúðleg umhyggja lians fyrir þeim, sem hann