Kirkjuritið - 01.03.1939, Blaðsíða 36
130
íslenzkar bækur.
Marz.
Leggjum l>ví áherzlu á að nota fyrirmyndina meir en áður,
ásamt öðrum góðum meðulum, til hjálpar við uppeldið, svo að
landsmenn bátni, batni þangað til hver íslenzkur maður með
fullu viti gjörir svo vel skyldu sína, fyrir framlíð sem nútíð, að
hann verði — og þjóðin nær þeirri fullkomnun að verða heim-
inum fyrirmynd að dugnaði og mannkostum.
En til Krists sjálfs er að leita um fullkomnuslu fyrirmynd-
ina, hans, sem beztur hefir stigið fótum á dui't jarðar.
Iiákon Finnsson.
Nýr áhug'i, ný trú, ný von.
Þótt ég, vegna starfa minna á kennaraþinginu, gæti ekki sóll
kirkjufundinn nema lítið eitt, fann ég, að þar var liressandi þyt-
ur í lofti, og ég held, að þessi fríski, hlýji andvari hafi verið
sterkasta „elementið“ á fundinum. Ég hefi hugsað nokkuð um
þetta eftir að ég kom lieim, þótt ég kæmi þarna aðeins sem
gestur, þá fanst mér yfirbragð fundarins vera mótað al' þessari
ósviknu hlýju og nærri því barnslegum áhuga, sein einkennir
hræsnislaust og einlægt trúarlíf; og þessi hlýja og eldur áhugans
Ijómaði ekki hvað sízt úr augum þeirra, sem ef til vill voru lengst
að komnir ofan úr sveitum og afdölum. Þótt þar sé oft kalt og
snjóþungt, verða þar síður úti ýms gömul verðmæti og þar á
meðal verðmæti trúarlífsins. Og það er einmitt þessi eldur á-
hugans og ljómi augnanna, sem ég sakna stundum i andlitum
kaupstaðarbúa. Það er slæmt að verða svo mikill heimaborgari
að geta ahlrei orðið hrifinn, ypta öxlum yfir öllum hlutum milU
himins og jarðar, að báðum meðtöldum.
Það komu þarna vitanlega fram óskaplega hjáróma og falskar
raddir á fundinum og það úr hinúm ólíklegustu áttum, en þa^
verða ekki endurminningarnar um það, sem fylgdu fundar-
mönnum heim. Það mun hafa verið nýr áhugi, ný trú og ný von.
Mér fanst ég lesa ])að út úr andlitunum.
Úr bréfi frá kennara.
Íslenzkar bækur
sendar til umsagnar.
Ján Magmísson: Björn á Reyðarfelli. Reykjavík 1938.
íslenskri alþýðu er bók þessi aufúsugestur, sem bregður ljosi
yfir lífskjör hennar, svo að jafnvel þyngsta stríð og stril úti og
inni verður vafið fegurðarljóma. Það er eins og farið sé mjúkri,
græðandi hendi um sollin sár, og nýr þróttur færist um hverja