Kirkjuritið - 01.03.1939, Blaðsíða 18

Kirkjuritið - 01.03.1939, Blaðsíða 18
112 Einar Sturlaugsson: Marz. að bugast. Setjisl honum til í'óta og lilustið á orð lians. Heyrið hann flytja hinum döpru og vonbeygðu fagnaðar- Ijoðskaj) sinn. Hugsið um hann liæddan og lirjáðan og krýndan þyrnikrónu. Og liorfið loks í ásjónu hans, þar sem hann hangir á kroþsimum, en ræningjar sinn til hvorrar handar honum. Hvi er liann þar kominn? Eru þetta launin fyrir miskunn á miskunn ofan? Gat hann ekki umflúið þennan skelfilega dauðdaga? Án efa liefði liann getað það. Og hér var ekki heldur um það að ræða, að minni hyggju, að Guð faðir krefðist lífs lians sem endurgjalds eða skuldalúkningar vegna svnda mannanna, vegna þess að hann (Guð) væri mönnunum reiður. Nei. Hér held ég að sé um langtum æðri skilning og dýpri merking að ræða. .íesús þekti vel þjóð sína og samtíðarmenn, og hann vissi, að endurgjaldslögmálið var einskis góðs megnugt. Það var margreynt, og altal' að því sama, að leiða af sér nýja og aukna skelfing. Hann kendi: „Þér skuluð ekki rísa gegn meingjörðamanninum“. Hann gerði það heldur ekki sjálfur. Þessvegna ijað hann deyjandi: „Faðir, fyrir- gef þeim, því þeir vita ekki hvað þeir gjöra“. Hann hlaut að staðfesta orð sín í verki. Hann þekti manneðlið og möguleika þess. Vissi, hve lífið er í eðli sínu göfugt og' dýrlegl, þessvegna valdi hann ])á leið er liann gekk, leið fórnarinnar og þjáninganna. Á þeim vegi einuin gat hann sýnt mönnunum eðli Guðs og dýrð hezt. Þar komst 'hann dýpst niður í sálir mannanna, tók þær traustustum tökum- Ég veit, að mörgum er þetla torskilið og enn öðrum kannske óljúft að skilja það. En líí'ið er nú þannig, að torlærðustu lexíur ])ess nemum vér oft ekki fyr en þá, er einhver þungur kross hefir verið lagður oss á herðar. Vér hræðumst krossinn að jafnaði og kvíðum hverju mótlæti, en að margri rauninni yfirstíginni, vildum vér fyrir eng- an mun hafa farið þessa þroska á mis, sem reynslan, mot- lætið í þess mörgu myndum, veitti oss. í dýpstu sorginm og sárustu rauninni öðlast maðurinn iðulega glegstan

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.