Kirkjuritið - 01.03.1939, Blaðsíða 26

Kirkjuritið - 01.03.1939, Blaðsíða 26
Á boðunardag Maríu. (Mæðradagssálmur). í æskuljóma austræn mær af engilsmunni kvcðju fær. Eg hcyri’ hann mæla: „Heil þú sért. sem heilög móðir kjörin ert“. „Sjá, fyrir hæstan himinsmátt und hjartarótum bera átt hið æðsta lif: Guðs einkason, — Guðs eiginn ljóma, heimsins von“. IJú sælust allra svanna hér, Guðs signuð móðir, dýrð sé þér! lJú vígðir Guði vit og mál og vaktir yfir drottins sál. Vér mæðra vorra minnumst hér, er móðir drottins tignuð cr. Vér þökkum bljúg hvert bernskuhnoss og bænir þeirra fyrir oss. O, móðir, pund þitt mikið er. O, móðir, drottinn treystir þér! Hann lítil börn þér lagði í skaut, — ó, leið þau ung á gæfubraut! Þín köllun hátt við himin skín: Að helga Guði börnin þín, og verja þau gegn villu’ og synd og vera þeirra fyrirmynd. En þú, sem gefur börnin blíð — ó, blessa allra mæðra stríð. Og þú, sem bætir böl og sár, — ó, blessa sérhvert móðurtár! Vald. V. Snœvarr.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.