Kirkjuritið - 01.03.1939, Blaðsíða 34

Kirkjuritið - 01.03.1939, Blaðsíða 34
Marz. Eftir kirkjufundinn. Eftir kirkjufundinn í sumar, sem leið, hafa ritstjóra Kirkju- ritsins borist ýms ummæli um hann, eða hugleiðingar, er hann hefir vakið. Birtast hér smákaflar frá þremur mönnum. Lausnarorðið. Síðustu kveðjuorð forseta fundar okkár voru ósk um, að vér fóstruðum með okkur sumarhugsanir. Gagnstætt sumargróðrinum er eyðimörkin. Ég hefi ein- hvern tíma heyrt eða lesið æfintýri um fagurt kvenlíkneski úr steini úti á eyðimörku. En líkneskið átti fyrirheit um að verða líl'i gædd vera, af einu lausnarorði, og þá myndi einnig alt um- hverfið breylast í gróðurlendi. - En enginn vissi, livert töfraorð- ið var. Spekingar heimsins þreyttu við að finna bað ár af ári og öld af öld, en ekkert dugði. Konan, töfrandi fögur, starði dauðum augum út yl'ir auðnirnar. Af tiJviljun fór þar fram hjá munaðarlausl barn, staðnæmdist frammi fyrir steinmyndinni og sagði: ,,Mamma“. All í einu færðist líf í steininn, líkneskið lítur glampandi móð- uraugum á munaðarleysingjann, beygir sig niður að honum og vefur hann örmum, lifandi, ástríkum móðurörmum; — honum er borgið. — Alt umhverfið er orðið að gróandi jörð, þeim er borgið. Dauðanum er breytt í líf. Það var náttúrusamband barns við móður, sem orkaði meiru en heilahrot þúsund visindamanna. „Finst mér meir, ef falla fáein ungbarnstár.“ Við eigum að kappkosta að vera náttúrlegir menn, hugsa, lifa og starfa i sem fylstu samræmi við Guð og náttúruna. Þar er hinn mikli samnefnari, sem (ill okkar athafnahrot þurfa að ganga upp í, ef útkoman á nokkur að verða, þegar f.vltur er starfsdagadálkurinn. ■— Þegar við leggjum saman brot, búum við samnefnarann lil eftir þeim, svo að hver ögn komi til skila. En þegar athafnabrot okkar mannanna, — sem varla eru meira en hrotabrot á stundum, - eru lögð saman, þá verða þau að ganga npp í hinum mikla samnefnara alls lífs, ef jákvæð

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.