Kirkjuritið - 01.03.1939, Blaðsíða 21

Kirkjuritið - 01.03.1939, Blaðsíða 21
Kirkjuritið. Golgata og gröf Krists. Þegar Jesús hafði verið daemdur til dauða á Gabbata fyrir framan höll Heródesar, vestast í Jerúsalem, var hann leiddur stuttan veg norður til borgarhliðsins, og út um |)að í norðvestur frá horginni til Golgatahæðar. Nokkur ágreiningur hefir ríkt um l>að, hvar þessi staður er. Á síðustu árum virðast þó skoðanir manna taka að hneigjast nieir og meir í eina átt og vissan um staðinn verða öruggari. Eins og nærri má geta, var þessi staður helgastur allra staða í nugum frumsafnaðarins kristna, og í grasgarði Jósefs frá Aríma- þeu þar hjá var einnig gröf Krists. Þessvegna gekk kristna fólkið °ft út þangað, ungir og gamlir, og dvöldu þar um hríð við íhugun <»kr bæn. Hvert kristið barn lærði fljótt að þekkja þennan stað. En er Gyðingauppreisnin hófst gegn Itómverjum árið 66, flýði frumsöfnuðurinn allur burt frá Jerúsalem austur til Pella fyrir i'andan Jórdan, og hvarf ekki aftur heim fyr en nokkurum árum s'ðar, eftir eyðingu borgarinnar. Var það nú líklegt, að staðurinn kleymdist honum, þótt Jerúsale.m væri hrunin í rústi.r? Nei. Kristnir menn hafa haldið áfram leit sinni innan um björgin og steinana úr múrum og húsum, unz þeir fundu klettinn, þar sem frelsari þeirra hafði verið krossfestur. Og foreldrar hafa sýnt hann börnum sínum. Mörgum áratugum seinna hófst uppreisn á ný á Gyðingalandi. Iíómverjar börðu hana niður. Hadrían keisari lét brjóta iill hús > Jerúsalem árið 135 og jafna við jörðu. Á rústunum reisti hann rórnverska nýlenduborg heiðna, Ælia Capitolina, bannaði öllum Eyðingum dvöl þar, hvort sem þeir voru kristnir eða ekki, og ■agði við líflátsrefsingu. Þá leið frumsöfnuðurinn kristni í Jerú- salem undir lok. En vísast hafa nokkurir kri.stnaðir heiðingjar °rðið þar eftir í nýju borginni og varðveitt minninguna um helgi- staðinn. Bezt varðveitti þó Hadrían keisari hana. Hann lét hlaða n'úr umhverfis Golgata, 20 feta háan, og fylla lægðina í milli. Þannig varð til há flöt, um 300 fet á lengd og 160 á breidd. Á •'enni gróðursetti hann trjálund, en bygði Venusarhof yfir Gol- ítata-hæðinni sjálfri. Hafi ætlun hans verið sú, að taka Golgata með þessum hætti frá kristnum miinnum og láta staðinn týnast,

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.