Kirkjuritið - 01.12.1941, Síða 9
Kirkjuritið. Jólin. 399
„Það er ekki unt að bera Jesú Krist saman við stór-
menni þessa heims. Hann stendur einn sér. Alt er svo
ægivoldugt, að ég verð að engu frammi fyrir því.... Veldi
kærleikans er vafalaust mesta kraftaverk Krists. Allir, sem
trúa á hann, finna þennan kærleika — undursamlegan,
yfirnáttúrlegan, hátignarfullan. Hann er undur, sem eng-
inn maður getur skilið, heilagur eldur, sem þessi nýi
Promeþevs hefir gefið jörðinni. Tíminn, eyðandinn mikli,
getur hvorki eytt honum né reist honum neinar slcorður
— það er þetta, sem mig furðar mest á, því að oft hugsa
ég um það. Og það er það, sem sannar að minni liyggju
ótvírætt guðdóm Krists“.
Enn mun sagan halda áfram að sýna það, að Kristur
lifir, ríkir og sigrar.
Jólabirtan mun að lokum breiðast um a!la jörð.
Allar þjóðir munu sjá Ijósið mikla og undursamlega
og smíða plógjárn úr sverðum sínum og sniðla úr spjót-
um sinum, eins og Jesaja spáði.
Þá munu engar hjáróma raddir framar rjúfa engla-
lofsönginn:
Dýrð sé Guði i upphæðum,
friður á jörðu
og velþóknun yfir mönnunum.
Gleðileg jól, í Jesú nafni.
Ásmundur Guðmundsson.