Kirkjuritið - 01.12.1941, Page 13

Kirkjuritið - 01.12.1941, Page 13
Kirkjuritið. Mlaraugað. Þótt vetur væri og hvít jörð af snjó á norðurvegum, var molluhiti og logn við hlið Himnaríkis. Það var fremur rólegur dagur þar, aðeins þessi venjulegi, óslitni straum- ur af sálum og ekkert sérstaklega vandasamt að úrskurða. Sánkti Pétur dottaði í stól sínum og lét Markús. skrifara sinn og fulltrúa, hafa fyrir því að afgreiða. — Það var sem sagt rólegur aðfangadagur jóla, þarna hak við nálar- augað. — Snenima um morguninn liafði komið hópur af Kínverjum, sem orðið höfðu fyrir flóði og druknað þá um nóttina, en þetta voru fávísir og fátækir menn, sem flugu í gegnum nálaraugað, viðstöðulaust. — Það eina, sem lítið eitt hafði raskað ró hins heilaga Péturs, var prófessor dr. A. N. Schmidt, liáskólakennari i rökfræði frá Basel, liann vildi yfirleitt ekki kannast við það, að unt væri að komast í gegnum augað. — Prófessorinn hafði ekkert ilt aðhafst í jarðlífinu, liann hafði troðið hinum sannprófuðu og rökréttu vísindum í lærisveina sina í nokkura ártaugi, hann hafði aldrei látið sannfærast af neinu, sem ekki varð sannprófað. Það var óvísindalegt. Og það var gjörsamlega óvísindalegt að fara fram á það við hann, að liann færi að gera sjálfan sig hlægilegan með því að fara að reyna að smjúga gegnum þetta nálar- auga. Ef hann ætti að komast inn í Himnaríki, þá varð það að gerast á einhvern eðlilegan hátt, sem heilbrigð skynsemi gat sætt sig við. — Sánkti Pétur þekti þessa menn. Aldrei þreyttist hann á því, að tala um fyrir þeim, þótt hann vissi það mætavel fyrirfram, að þeir hlutu að taka út sinn tima, utan við hlið himnanna, áður en þeir fengu skilið leyndardóminn við nálaraugað, — leyndar- dóminn, sem er liverju barni augljós, en einungis þeim fullorðnum, sem vilja verða börnum líkir í annað sinn. Pétur gekk út fyrir til dr. Sclnnidt frá Basel, en doktorinn sagði bara, að hann eyddi ekki orðum né tíma til þess

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.