Kirkjuritið - 01.12.1941, Page 14
404
Þórir Bergsson:
Desember.
að ræða slíka fjarstæðu. — Þér verðið ]iá að bíða, lierra
prófessor, sagði postulinn mikli og andvarpaði, — og
reyna að láta fara eins vel um yður og unt er, liérna utan
við Himnaríki, á meðan þér eruð að hugsa yður um. —
Eftir það gekk Sankti Pétur aftur inn fyrir, hann sárvor-
kendi prófessornum, því að hann vissi, að þetta var í raun-
inni allra bezti maður og prýðilega vel að sér í rökfræði.
Svo var það, eftir hádegið, þegar liinn heilagi Pétur dott-
aði í stólnum, að Markús leit upp úr hókum sínum og sá,
hvar lítill, stríðhærður, grannur karl, úlfgrár á liár og
skegg, kom neðan að og fór hægt. Hann var með stafprik
í hendi og var stinghaltur á vinstra fæti. Þegar hann kom
heim undir hlið Himnaríkis, staðnæmdist hann undrandi,
og starði á nálaraugað. — Svo fór hann að líta eftir því,
hvort ekki væri annar inngangur í Himnaríki, en sá auð-
vitað ekkert annað en hinn mikla múr, sem aðskilur hinn
jarðneska heim frá hinum guðdómlega. Hann rjálaði lítið
eitt við nálaraugað með staf sínum, staklc broddinum á
stafnum inn í augað; hristi svo höfuðið og gekk af stað frá
hliðum himnanna aftur. — Markús sá, að við svo búið
mátti ekki standa, hann fann það á sér, að hér þurfti eitt-
hvað við að gera. — Heilagi postuli! sagði hann. — Hinn
heilagi Pétur brá þegar blundi og leit upp. — Hvað er
nú um að vera? spurði hann, — en sá þegar manninn,
er staulaðist niður eftir. Eins og tvítugur unglingur liljóp
Sánkti Pétur út fyrir og kallaði: — Ingjaldur, Ingjaldur!
— Ingjaldur leit við og sá Pétur. — Hvert ertu að fara,
maður? sagði postulinn. — Einhvers staðar verða vondir
að vera, sagði Ingjaldur, en kom nú aftur til Péturs. —■
Ég sé hvergi neinar dyr á þessum múr, og livað var þa
annað að gera en leita niður á hóginn? Ég hefi aldrei haft
tíma til þess á æfinni að bíða. — 0, eklci lá nú lífið á því,
svaraði Pétur, þú munt þó alténd liafa séð nálaraugað?
— Jú, jú, sagði Ingjaldur. -— En segðu mér, Pétur,
komst þú út um það?