Kirkjuritið - 01.12.1941, Qupperneq 16

Kirkjuritið - 01.12.1941, Qupperneq 16
406 Þórir Bergsson: Désember. hugsa þig um. — Vist er ég þreyttur nokkuð, sagði Ingj- aldur og settist niður, en þó ekki uppgefinn. Gigtin er að visu að drepa mig, ef satt skal segja, og svo er ég orðinn slappur fyrir hjartanu og hefi stundum verk---------já, en það er annars satt, ég er víst dauður? — 0, sei, sei, nei, sagði Pétur postuli. Þú ert að skifta um verustað, en þú ert lifandi. — Jæja, sagði Ingjalduí. — Ég á nú hágt með að skilja það, en ég þykist nú samt vita, að ég er dauður. Annars væri ég ekki hingað kominn. En þú verður að fyrirgefa það, Sánkti Pétur, að ég get alls ekki skilið það, af hverju ég liefi verið látinn pæla upp alla þessa hrekku eins gigt- veikur, þreyttur og — jæja, við skulum segja, svangur og ég er, cf ég svo liefi átt að fara í þveröfuga átt, strax. Það kalla ég óþarfa gahh við mig, gamlan og lúinn. — Þú ert syndaselur, Ingjaldur, sagði postulinn og hristi höfuðið. — — Það varst þú líka, sagði Ingjaldur, og ert þó orðinn öllu ráðandi hér. Pétur postuli hniklaði brúnirnar og hvesti augun á Ingjald, en Ingjaldur beit á kampinn og leit hvergi undan. — Þú ert forhertur gamall syndaselur, sagði poslulinn, þú þarft að iðrast og hreinsast. Ef til vill er engin von um þig. Skrifta þú fyrir mér og drag þú ekkert undan. Ingjaldur leit niður fyrir sig. — Hann varð alt í einu svo óumræðilega lítill og visinn, gamall vesalingur, tötr- um klæddur með gamla prikið sitt, gamla úlfgráa hárið og skeggið, gömlu þreytandi gigtina og gamla uppgefna hjartað. Hann húkti þarna á skýhnoðranum, sem var að leysast upp, frammi fyrir hinum mikla, volduga postula, verði Himnaríkis. — Skriftaðu, sagði poslulinn stranglega. — Brjót þú odd af oflæti þínu, þá má vera að enn sé von. — Sá, sem snýr baki að nálarauganu við fyrstu sýn og leggur sjálf- krafa niður á við, verður sannarlega að auðmýkjast, áður en hann hlýtur náðina.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.