Kirkjuritið - 01.12.1941, Qupperneq 21

Kirkjuritið - 01.12.1941, Qupperneq 21
KirkjurítiS. Höfuðdrættir í æfi Jesú. 411 fregn, að allir séu að spyrja eftir honuin, ])á fá þeir að vita, sér til mikillar undrunar, að Jesús ætli ekki að halda starfinu áfram á sama hátt og hingað til, en héðan af að gera prédikunarstarfið að aðalstarfi sínu „því að til þess sé hann útgenginn“ (Mark. 1, 38). Hann liverfur því ekki aftur til Kapernaum, en leggur á stað í prédikunar- leiðangur. Sem farandprédikari fer liann nú hoðandi fagnaðarhoðskap ríkisins bæ úr bæ. Hvar, sem liann nær til fólks, tekur hann óðar til máls: í samkunduhúsum og liúsum einstakra manna, úti á viðavangi, uppi á fjöllum, úti í óbygðum, jafnvel i bátum úti á Genesarelvatni, í fá- menni og margmenni — i fæstum orðum: Alstaðar þar, sem tækifæri gefst, boðar liann mönnum leyndardóma Guðs ríkis. Svo mikil var aðsóknin, að Jesús fékk ekki einu sinni tíma til að matast. Sjálfur var liann svo altekinn af starfi sínu: að liann gleymdi öllu öðru. Nánustu ástvinum hans, móður hans og hræðrum, verður þetta hrátt hið mesta áhyggjuefni. Þau skilja ekki, að nokkur geti orðið svo altekinn af starfi sínu, og skoðuðu það jáfnvel sem vott þess, að hann væri ekki með sjálfum sér (Matt. 3, 21) og „vildu taka hann“. En Jesús lét sér ekki segjast við það. Þar hafði enginn neitt yfir honum að bjóða nema faðir- inn einn. Jesús mun brátt hafa séð, að einn gæti hann ekki annað öllu því starfi, seni hér beið lians á „mannökrum hvítum til uppskeru“. Hann hafði því úr lærisveinahópnum valið nokkra, er hann treystir bezt og sent þá sein trúboða út um bygðir landsins með guðsríkisboðskap sinn, líklega þó fremur til reynslu en af því að hann ætlaði þeim að starfa jafnhliða sér nú þegar, enda heyrum vér þess ekki getið nema þetla eina skipti, að hann sendi þá frá sér i þeim erindum að starfa á eigið eindæmi. Ræðan, sem hann kveð- ur þá með áður en þeir leggja af stað, er ein af dýrustu perlum, sem guðspjöll vor geyma af því tæi. Hún sýnir oss fyrst og fremst hinn óviðjafnanlega mannkostamann, þar sem haldast í hendur ástúð og ráðspeki, kraftur og

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.