Kirkjuritið - 01.12.1941, Blaðsíða 30

Kirkjuritið - 01.12.1941, Blaðsíða 30
420 Jón Helgason: Desember. salem dagana eftir innreiðina, þótt ýmislegt sé þar, sem vér hefðum getað óskað, að betur liefði verið upplýst en gert er. Að koma Jesú til borgarinnar hafi vakið mikla eftirtekt og mikið umtal, virðist mega lesa á milli lín- anna. Fregnirnar um hann höfðu eðlilega borist suður til höfuðborgarinnar, og ræður því að líkum, að mörgum hafi verið forvitni á að sjá þennan mann, sem auk alls annars, sem um hann var sagt nýstárlegt, gerði jafnvel tilkall til að vera hinn fyrirheitni Messías. Innreiðinni sjálfri hafa menn að líkindum skopast að, enda hlaut slíkur „Messias á ösnufola“ að koma almenningi fyrir sjónir sem skop- mynd, svo frábrugðin sem hún var myndinni af hinum fyrirheitna Messíasi, sem menn geymdu í liuga sér. En það var annað, sem menn gátu ekki skopast að, heldur urðu sárgramir yfir. Það var musterishreinsunin, — að Jesús tekur sér vald til að reka út úr helgidóminum þá, er verzluðu þar og víxluðu peningum, samkvæmt gamalli venju, — að því gátu menn ekki skopast, heldur urðu sár- gramir, enda heimta þeir nú, að liann segi sér með hvaða valdi hann geri þetta — hvaðan hann hafi það vald. Tel ég líklegast, að það hafi verið þessi framkoma lians í must- erinu, sem gerir það að verkum, að upp frá þessu eru það æðstuprestarnir og öldungarnir — þ. e. ráðið mikla, sem mest ber á í óvinafylkingunni, en fræðimannanna og Faríseanna gætir sama sem ekki, því að helgidómur- inn og alt, sem að honum laut, var undir umsjón og yfn-- ráðum þessara manna. Ég geri ráð fyrir, að þeir, sem Jesús rak með svo harðri hendi út úr musterinu, hafi beinlínis kært hann fyrir æðstu prestunum og öldungunum. Enda eru það nú þessir menn, sem hefjast handa gegn Jesú og setjast á ráðstefnu um, hvernig takast megi að fá hendur í hári lians. Við síðustu dvalardaga Jesú í Jerúsalem eru tengdai langdýrlegustu endurminningar mannkynsins. Aldrei skína með tignarlegri ljóma yfirburðir Jesú yfir andstæð-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.