Kirkjuritið - 01.12.1941, Qupperneq 32
422
Höfuðdrættir í æfi Jesú.
Desember.
sínum á Golgata-hætS. Þjóðin, sem liann unni svo heitt
ög hafði svo innilega þráð að hjálpa, hefir útskúfað hon-
um og snúið haki við honum full gremju og vanþakk-
lætis, og vinirnir, sem hönum hafði verið svo einkar ant
um og hann hafði sýnt svo mikla ástúð, liafa hrugðist
honum algerlega; einn þeirra liefir jafnvel orðið til að
svíkjá hann í hendur fjandmanna hans og allir hinir
flúið á hætturnar stundu og skilið liann eftir einan í
óvina liöndum. Er hægt að hugsa sér öllu meiri ósigur?
Og [>ó var hér á hinn hóginn um hinn mesta signr að
ræða, því að í öllu, sem fram við Jesúni kemur, hregst
hann ekki eirini einustu hugsjóna sinna, sem hann hafði
harist fyrir og brýnt fyrir öðrum. Hann gefur sig allan
og algerlega, fórnar sjálfum sér svo fullkomlega sem auðið
er fyrir það heilaga málefni, sem liann hafði helgað líf silt.
Ósigur hans breytist við það eitt í liinn mesta sigur, ekki
aðeins fyrir málefni hans, heldur og fyrir hann sjálfan
persónulega. Slíkur dauði sem hans gat með engu móti
orðið hans hið síðasta. Á eftir slíkum langafrjádegi lilaut
að koma dýrlegur páskamorgunn, er hoðaði öllum heimi
sigur lífsins yfir dauðanum, ljóssins yfir myrkrinu, rétt-
lætisins yfir ranglætinu!
Minningarguðsþjónusta.
Guðsþjónusta var haldin í Dómkirkjunni á árstíð Hallgríms
Péturssonar, 27. okt., að viðstöddu fjölmenni. Prófessor Magnús
Jónsson flutti fyrst erindi um Hallgrím. Því næst liófst liátíða-
niessa i því formi, sem tíðkaðist hér á landi á 17. öld, og voru
víxlsöngvar og tón úr grallaranúm gamla. Séra Sigurhjörn Ein-
arsson þjónaði fyrir altari, en séra Jakob Jónsson prédikáði
og lagði út af Hebr. 13, 7. Sálmar og vers voru eftir Haligrím.
Öll var guðsþjónusta þessi hátíðleg. Hallgrimssöfnuður sá uni
hana, og mun ætlun lians sú að gjöra þennan dag að kirkju-
degi síiium, og þá í fyrstunni einnig að fjársöfnunardegi fyrir
kirkjh þá, er liann liygst að reisa á Skólavörðuhæðinni.