Kirkjuritið - 01.12.1941, Side 36
Desember.
Biðjið og yður mun gefast.
Prestshjónin frá Holti nndir Eyjafjöllum komu til mín 31.
okt. s.l., og barst þá talið a'ð bréfi því, er hér fer á eftir, og
þeim atburðum, sem það skýrir frá. Kom okkur saman um, að
rétt væri, að fleiri vissu. Því er bréfið birt liér, þótt það sé
einkabréf til mín. Prestsfrúin las það og staðfesli frásögnina
í öllum greinum. Kvaðst hún aðeins vilja bæta því við, að að-
faranótt fjórða dags eftir páska liefði hún séð liendur lagðar
á brjóst sér og fundið straum frá þeim fara um sig. Á. G.
Holti undir Eyjafjöllum, 16/4 ’41.
Háttvirti prófessor, góði vinur minn!
Ég var á ferðinni í Reykjavík á dögunum og ætlaði
vissulega að koma lil þín. En óvænt fregn í því ferðalagi
gerði mig tæplega mönnum sinnandi, og ég liafði mig
ekki upp í það að líta inn til þín. Konan inín liafði legið
veik í mánuð með háan hita — og hafði æxli myndast
liægra megin í kviðarholi hennar, sem vel var finnanlegt.
Þegar hitinn lækkaði heldnr, fór ég með Iiana suður til
rannsóknar. Að rannsókninni lokinni fékk ég þá tilkynn-
ingu hjá viðkomandi lækni, að ekkert væri liægt að gera
fyrir hana. Uppskurður væri í mesta máta vafasamur.
Þau voru erfið sporin mín í Reykjavík þessa daga, eins
og þú skilur, vinur minn. Aldrei eins erfið og þá. — Þetta
voru sameiginlegar raunastundir okkur báðum, því að ég
sagði henni eins og var. Hún bað mig þess. — Að úr-
skurðinum fengnum, hröðuðum við okkur heim. — En
— í þessum erfiðleikum okkar skein okkur þó hjart ljós,
ljós trúarinnar á almætli Guðs og líknarhendur liins upp-
risna, lifandi frelsara. Við snerum okkur til hans í fulhi
trausti þess, að máttur hans væri óendanlega miklu meiri
en mannlegur máttur. Orð lians og fyrirheit: „Riðjið og
yður mun gefast“, og „sá getur alt, sem trúna hefir“ hafa