Kirkjuritið - 01.12.1941, Side 37

Kirkjuritið - 01.12.1941, Side 37
Kirkjuritið. J M. G.: Biðjið og yður mun gefast. 427 verið okkur skærari leiðarstjörnur en nokkuru sinni áður. Og kraftaverk hefir skeð. Kraftur og liönd hins upprisna liefir verið að verki á áþreifanlegan og sýnilegan liátt ríkulega á heimili okkar, og er að útmá sjúkleikann. — Æxlið, sem ég gat um, er horfið, liitinn „normal“ í þrjá dagana síðustu og matarlyst ágæt. Þetta er meira en hægt er að þakka með nokkurum orðum. — Þessi læknandi kraftur liefir látið finna til sín á næturnar. Aðfaranótt miðvikudagsins í páskavikunni fann konan mín, að sæng- in var tekin ofan af sér og sterkur straumur settur á veika hlettinn. Aðfaranótt laugardagsins í sömu viku fann hún, að eitthvað var rekið í hakið, þeim megin, sem sjúk- leikinn var, og um morguninn sá ég greinilega rauða rák á hörundinu, þversum yfir hakið. Rákin hvarf skömmu seinna. Ekki mögulegt, að hér liafi verið um venjulegt far að ræða. Þenna morgun fór æxlið að tæmast út í þvaggöngin, og hefir verið að tæmast síðan. Þennan dag fór líka hitinn að falla. Aðfaranótt fjórða dags eftir páska (milli kl. 12—1) fékk konan þriðju heimsóknina. Ég var ekki heima, í barnaprófi. Hún var vel vakandi, en skyndi- lega kom yfir hana svefnhöfgi, þó ekki venjulegur svefn. Hún vissi af sér. Þá fann hún, að komið var að rúmi sínu og átt við sig þeim megin, sem sjúkleikinn var, Er þeirri aðgerð var lokið, vaknaði hún af dáinu. Sofnaði svo rétt á eftir sínum eðlilega svefni. — Þetta er undur, dýrðlegur vitnisburður um ahnætti Guðs og kærleika. Við hjónin efum ekki, að liið læknandi almætti verði enn að verki, unz fullkominn bati er fenginn. Ég veit, vinur minn, að þessi vitnisburður gleður þig. Mig langar sannarlega til að gefa þér hlutdeild í honum. — Ýmislegt fleira má um þetta segja, sem er dásamlegt og sýnir herlega náið samband lífsins hér og annars staðar. Það læt ég híða núna, en segi þér síðar .... Hugsaðu til konu minnar í bænum þínum, vinur minn. Gleðilegt sumar! Þinn einl. Jón M. Guðjónsson.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.