Kirkjuritið - 01.04.1945, Blaðsíða 72
190
Fréttir.
April-Mai.
skólans 31. mai og hlutu einkunnir sem hér segir:
Geirþrúður Hildur 'Bernhöft I. eink. 129Mi stig.
Guðmnndur Sveinsson I. eink. 160 stig.
Lárus Halldórsson I. eink. 128 stig.
Leó Júlíusson I. eink. 145 stig.
Frú Geirþrúður Hildur er fyrsta kona á íslandi, sem lýkur em-
bættisprófi i guðfræði.
Biskupafundur.
Höfuðbiskupar Norðurlanda munu að forfallalausu koma sam-
an á fund í Kaupmannahöfn í sumar til þess að ræða sameigin-
leg vandamál kirkjunnar á Norðurlöndum. Biskup vor, dr. Sig-
urgeir Sigurðsson, mun sækja fundinn.
Hið evang.-lúterska kirkjuþing íslendinga í Vesturheimi
mun halda 60 ára afmælishátíð sína á kirkjuþingi í Winnipeg
21.—25. júní og minnast jafnframt aldarafmælis fyrsta forseta
síns, dr. Jón Bjarnasonar. Ásmundur Guðmundsson mun verða
fulltrúi þjóðkirkjunnar við jiessi hátíðahöld.
Kirkjuvígsla að Staðarstað.
Dr. Sigurgeir Sigurðsson biskup vígði Staðarstaðarkirkju 27.
maí að viðstöddum 7 prestum og miklu fjölmenni. Kirkjan er
vöncjuð, og hafa henni verið gefnar stórgjafir. Hún er því skuld-
laus og á fé i sjóði. Thor Jensen og frú hans gáfu henni 30,000
kr., Hallgrimur Aðalbjörnsson og frá hans altarisklæði og altar-
isdúk, séra Guðmundur Helgason og frú hans altaristöflu og
Bjarni Kjartansson og frú hans tónsprota i útskornu liulstri.
Prestskosningar í Barðastrandarprófastsdæmi.
Séra Guðmundur Guðmundsson liefir verið kosinn prestur í
Brjánslækjarprestakalli, séra Trausti Pétursson i Sauðlauks-
dalsprestakalli og séra Jón Á. Sigurðsson i Staðarprestakalli á
Reykjanesi. — Séra Einar Sturlaugsson hefir verið settur
prófastur i prófastsdæminu i stað séra Sigurðar Haukdals.
Kjartan Sigurjónsson söngvari
lézt i, Englandi 9. maí. Hann var um skeið aðstoðarmaður söng-
málastjóra og gat sér bezta orðstír i þvi starfi.