Kirkjuritið - 01.04.1945, Blaðsíða 30
1 18
Óskar .T. Þorláksson:
Apríl-Mai.
hrif á lífið, en ávextir liennar eru oftast efnishyggja, of-
beldi eða taumlaus valdadýrkun.
Ef vér höfum einhvern tíma verið í vafa um gildi trú-
ar og hugsjónalífs, þá ættum vér ekki að þurfa að vera
það, eftir að hafa fvlgzt með viðhurðum síðustu 26 ára,
eða ef vér liorfum yfir heiminn, eins og hann lítur út í
dag. En vér sjáum það lika, hve trú vor hefir verið mátt-
vana og luigsjónalif vort þróttlaust og vanmegnugt að
skapa þá farsæld og hlessun, sem oss eru gefin fyrirheit
um í orðum frelsara vors. Og vér sjáum það nú, að vér
þurfum nýjan kraft í trú vora, til þess að hún verði að
sigurafli, er fái sigrað heiminn. Oss verður það ef til
vill ljósast nú, þegar vér erum stödd á tímamótum og
hugsum í alvöru um framtið þjóðar vorrar, að trúar
og hugsjónalíf er grundvöllurinn að lífsgæfu hennar.
Vér getum gert þá játningu nú í dag, eins og séra Matthí-
as gerði á 1000 ára afmæli íslands hyggðar:
„Ó, Guð vors lands, Ó, lands vors Guð,
vér lifum sem hlaktandi blaktandi strá,
vér deyjum, ef þú ert ei ljós það og líf,
sem að lyftir oss duftinu frá“.
Þegar vér liugsum um framtíðina í þessu Ijósi, þá
verður oss það líka vel ljóst, að vér þurfum að efla störf
kirkju vorrar i þjóðlífinu, gera hana sterkari bæði inn
á við í samfélaginu um fagnaðarerindi Jesú og út á við
í þjónustu hins daglega lífs
í byrjun þessarar heimsstyrjaldar lnigðu margir, að
kirkjan og kristin lífsskoðun mvndi ekki fá staðizt og
jafnvel líða undir lok að fullu, en nú eru margir þess-
ara manna komnir á aðra skoðun. Kirkjan hefir stað-
izl prófið. Víða um heim, þar sem kúgunin og hörmung-
arnar hafa verið mestar, hefir starf kirkjunnar fyrir
frelsi og réttlæti verið sem brennandi blys. í sumum
löndum hefir kirkjan verið eina stofnunin, sem harizt
hefir fyrir frelsi og réttlæti og ekki hefir verið að velli
lögð, og margir af starfsmönnum hennar liafa liðið