Kirkjuritið - 01.09.1948, Side 5

Kirkjuritið - 01.09.1948, Side 5
Rís upp, Rís upp af knébeði, eldvígður guðlegum anda. Alfaðir kallar þig. — Heimsbyggðin öll er í vanda. Bræður um völd berjast, hin friðvana öld guðsríki’ á jörðu vill granda. Gakk út í starfið, til fylgdar við frelsarann lýða. Fyrir hið blessaða málefni gott er að stríða. Helstefnan hörð herjar nú víða um jörð, gereyðing landa og lýða. Gakk út í starfið, því akrarnir ósánir bíða; undirnar helþjáðu mannkyni blæða og svíða. Hagvilltri hjörð hljómi um gjörvalla jörð hrópið, sem hirðarnir þýða! Gakk út í stríðið, til fórnandi dyggða og dáða. Drottinn mun styrkja þig veikan og ferðinni ráða. Sáðmanna sveit, sólin Guðs miskunnar heit ylja mun akrana sáða.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.