Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.09.1948, Qupperneq 32

Kirkjuritið - 01.09.1948, Qupperneq 32
206 KIRKJURITIÐ skjóls og trausts hinum veikbyggðari og veigaminni við- um . . . . “ Eina ráðið, sem hér gæti komið að haldi, telur hann að sé bamaskóli, er veitt geti viðtöku til kennslu og heimavist- ar 26—30 börnum yfir skólaárið. Þá víkur hann að fjár- hagshliðinni, og frá henni séð reiknast honum vel fært að koma upp hæfilegu skólahúsi. Daginn eftir að þetta bréf er skrifað, er það tekið til meðferðar á hreppsnefndarfundi. Taldi nefndin fjárhags- ástæðurnar að vísu ekki eins glæsilegar og presturinn vildi vera láta. En málinu vildi hún eigi að síður vera hlynnt og gera sitt ýtrasta því til eflingar. Fól hún þriggja manna nefnd að rannsaka möguleikana, leita upplýsinga um fyrir- komulag og verð hæfilegs skólahúss, gera tillögu um skóla- staðinn, hvernig heimavistinni yrði bezt við komið o. fl., leggja svo fram upplýsingar og tillögur í málinu. — Sama dag skrifaði nefndin séra Þórði og tjáði honum afstöðu sína. Bréfið endaði þannig: ,,Um leið og hreppsnefndin vottar yður þakklæti fyrir áhuga yðar og starfsemi í þarfir málsins, vonast hún — og sérstaklega hin kosna nefnd — eftir að mega njóta liðsinnis yðar og samvinnu framvegis í þarfir málsins." Nefndin starfaði samkvæmt því, er henni var falið. Hún útvegaði teikningu hússins og kostnaðaráætlun hjá bygg- ingameistara Rögnvaldi Ólafssyni, lagði til, að húsið yrði reist og því valinn staður á svonefndum Núpsflötum. Hreppsnefndin féllst á tillögur hennar, málið var rætt á almennum sveitarfundi 7. maí 1903, og fundurinn sam- þykkti, að skólinn væri bezt settur einhvers staðar á svæð- inu milli Núps og Núpsár, nefnd var kosin til fjársöfnunar og heppilegast talið, að fela hreppsnefndinni allar fram- kvæmdir — þannig féll allt í ljúfa löð. Sumarið næsta á eftir var grafið fyrir kjallara hússins og vatnsleiðslu í það, lögð drög til efniskaupa o. fl. Efnið kom þó ekki eins og ætlað var, var því ekki meira aðhafzt það sumar. En úr því fór líka að breytast veður í lofti.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.