Kirkjuritið - 01.09.1948, Side 51

Kirkjuritið - 01.09.1948, Side 51
PRESTASTEFNAN 1948 225 þau yfirleitt prýðilega sótt, og 38 kirkjukórar tóku þátt í þessum söngmótum eða héldu opinberlega hljómleika hver í sínu lagi. Á sýnódus í fyrra gat ég þess, að fyrir Alþingi hefði þá legið frumvarp um söngskóla þjóðkirkjunnar. Þetta frumvarp varð ekki útrætt á Alþingi, og var ekki talið ráðlegt að bera það aftur fram á síðasta þingi. En eigi að síður var slíkur skóli starfræktur frá 1. jan.—1. maí s. 1., og nutu þar kennslu alls 27 nemendur. Skólinn starfaði í einni kennslustofu í húsinu Sólvallagötu 74. Greiddi ríkið húsaleigu fyrir kennslustofuna og ennfremur pedalorgel, sem keypt var til skólans. Aðalkennari var söng- málastjórinn, Sigurður Birkis, en einnig kenndu við skólann Guðmundur Matthíasson og Páll Halldórsson. Ennfremur kenndu eftirlitsmenn kirkjukóra í hinum ýmsu Prófastsdæmum alls 9 mönnum orgelleik, með það fyrir aug- um að þessir menn tækju síðan að sér organistastörf í sóknum sínum. Þrátt fyrir innflutningshömlur og gjaldeyrisvandræði hefir á síðastliðnum þrem árum tekizt að útvega hljóðfæri handa samtals 23 kirkjum, og von er á nokkrum slíkum hljóðfærum a þessu ári. Þar á meðal er nú komið og uppsett í Bessastaða- kirkju mjög vandað pípuorgel, og annað svipað hljóðfæri er væntanlegt nú í Eyrarbakkakirkju. Yfirleitt má það vera mikið gleðiefni bæði prestum og söfn- uðum og yfirleitt öllum þeim, sem kirkjusöng unna, hve mikið hefir áunnizt í þessum efnum á undanförnum árum. Á síðastliðnu sumri kom hingað aðalritari Brezka biblíufé- lagsins, Dr. John Temple. Lofaði hann að greiða eftir megni íyrir sendingum Biblía og Nýjatestamenta hingað, en á þeim hefir verið tilfinnanleg vöntun í landinu undanfarin ár, enda mun allmikið af bókabirgðum félagsins hafa skemmzt eða eyðilagzt á styrjaldarárunum. Varð það að ráði, að Biblíufélagið hér tæki að öllu leyti að sér framvegis útvegun íslenzkra Biblía °g Nýjatestamenta og dreifingu þeirra hér á landi. Hefir biskupsskrifstofan haft þetta með höndum síðan. Alls hafa komið hingað frá Brezka félaginu síðan um áramót um 700 Biblíur og tæp 3000 Nýjatestamenti. Biblíumar eru löngu upp- seldar, en nokkuð er eftir af Nýjatestamentum. Vandkvæði á 15

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.