Kirkjuritið - 01.09.1948, Side 14

Kirkjuritið - 01.09.1948, Side 14
Bréí til séra Valdimars Briem um Matthías lochumsson. í sambandi við aldarafmæli séra Valdimars Briem rifjast upp fyrir mönnum margt um það, hvernig sum Ijóð hans og ritgerðir urðu til. Væri fengur að því að mega birta sitthvað af þessu. Áður en séra Valdimar gengur frá ritgjörð sinni um Matthías látinn í Prestafélagsritið 1921, leitar hann umsagnar vinar síns, séra Guðmundar Helgasonar frá Reykholti, og fer svarbréf hans hér á eftir. Á. G. Selfossi, 13./4. ’21. Kæri vinur. Eg þakka bréfið þitt, sem eg fékk í gærkveldi. Það hélt vöku fyrir mér talsvert fram eftir nóttinni, að hugsa um svarið. Skrifa eg það nú strax — eftir föngum. Þú verður að taka viljann fyrir verkið, þó að það verði hrafl eitt og allt í graut og lítilsverði. Ekki einu sinni svo vel, að eg hafi kvæði Matthíasar hérna, og má því vera, að ég hafi eitt- hvað rangt eftir honum. En um grautinn er það að segja, að Matthías mundi sjálfur taka vægt á þeim bresti. Mér er það minnisstætt — og hefi sjálfsagt einhvem tíma sagt þér það — þegar við nokkrir stúdentar fylgdum Matthíasi heim á nýjársnótt úr , ,Sjómannaklúbbnum, “ þar sem hann hafði þá haldið kveldsöng um miðnættið, og ræða hans barst í tal og var auðvitað hrósað, þá segir einhver í hópnum: „Mér fannst nokkuð lítið samanhengi í henni.“ Þá segir Matthías: „Andinn lifir ekki í eintómu samanhengi, elskan mín.“ Mér fannst þetta fara svo vel í munni Matthíasar — og vera auk þess svo satt og svo vel sagt, að eg hefi aldrei gleymt því.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.