Kirkjuritið - 01.09.1948, Page 52

Kirkjuritið - 01.09.1948, Page 52
226 KIRKJURITIÐ gjaldeyrisyfirfærslum hafa valdið því, að ekki hefir tekizt enn að fá meira af Biblíum til landsins, en vonandi rætist fram úr því á næstunni, enda stöðugt verið að vinna að því af minni hálfu. Nokkra prestakraga hefir mér tekizt að útvega frá Dan- mörku, og hefir það hjálpað mörgum presti, því að þessi vara er ófáanleg hér. Ennfremur hefi ég útvegað innflutnings- og gjaldeyrisleyfi fyrir efni í prestshempur, og ættu þeir, sem þurfa að fá sér hempur, að snúa sér til hlutafélagsins Hólmur á Bergstaðastræti 11. Allt þetta hefir kostað mikla fyrirhöfn og tíma, og sýnir mæta vel, hvílík þörf er á að koma hér upp sérstakri innkaupastofnun fyrir prestaskrúða, kirkjubúnað og ýmsa kirkjugripi. Úr því ætti að geta rætzt, þegar hið vænt- anlega þjóðkirkjuhús er komið upp, en það er mál, sem ekki má dragast lengi úr þessu. Vil ég nota tækifærið til þess að minna prestana á það mál, og vænti almenns stuðnings þeirra við það, bæði með fjárframlögum frá þeim persónulega — og hafa ýmsir þeirra brugðizt mjög drengilega við — og einnig með því, að þeir beitist fyrir fjársöfnunum til styrktar þessu máli hver í sínu umdæmi. Á þessu sýnódusári var 100 ára afmæli Prestaskólans, eins og kunnugt er. Fóru fram vegleg hátíðahöld í Reykjavík 2. okt., er hófust með samkomu í hátíðasal Menntaskólans, þar sem Magnús Jónsson, prófessor, flutti ræðu. Síðar um daginn var athöfn í viðhafnarsal Háskólans, og töluðu þar rektor Háskólans, Ólafur Lárusson, prófessor, og Ásmundur Guð- mundsson, prófessor, forseti Guðfræðideildarinnar, en Tómas skáld Guðmundsson flutti kvæði. Um kvöldið héldu þeir mennta- málráðherra Eysteinn Jónsson og háskólarektor Ólafur Lárus- son, prófessor, veglegt samsæti að Hótel Borg. Hátíðaguðs- þjónusta fór fram í Dómkirkjunni í tilefni afmælisins. Um sama leyti kom út myndarlegt afmælisrit Prestaskólans ís- lenzkir guðfræðingar 1847—1947 í tveim bindum. í fyrra bind- inu er rakin saga Prestaskólans, en í síðara bindinu er guð- fræðingatal með æfiágripum allra íslenzkra guðfræðinga á þessu tímabili, og fylgja myndir af flestum þeirra. Séra Benja- mín Kristjánsson samdi fyrra bindi þessa rits en séra Björn Magnússon, dósent, hið síðara.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.