Kirkjuritið - 01.09.1948, Blaðsíða 50

Kirkjuritið - 01.09.1948, Blaðsíða 50
224 KIRKJUROTÐ Á síðasta Alþingi voru afgreidd ný lög um sóknargjöld, er koma til framkvæmda á næsta ári þannig, að sóknargjöld þau, er falla í gjalddaga á árinu 1949, verða á lögð og innheimt samkvæmt hinum nýju lögum. í lögunum er ákveðið, að kirkju- gjald skuli vera 3—6 krónur á hvern gjaldanda, og skal upp- hæð þessi innheimt með vísitöluálagi. Auk þess eru nokkrar breytingar á gildandi ákvæðum um gjaldskyldu, og ennfremur er nokkuð breytt ákvæðum um aukaniðurjöfnun, þar sem tekjur kirkju eigi hrökkva fyrir nauðsynlegum útgjöldum. Með þessari nýju löggjöf er áreiðanlega stigið mjög mikil- vægt spor í þá átt að tryggja sæmilegan fjárhag kirkna lands- ins, en fjárhagsleg afkoma margra þeirra hefir á hinum síðari árum verið svo slæm, að þær hafa naumast getað greitt hin allra nauðsynlegustu gjöld, hvað þá staðið straum af við- haldi kirkjuhúss og kirkjugripa, eða safnað nokkru fé í endur- byggingarsjóð. Vona ég, að þessi nýju lög verði til þess, að viðhald kirkju- húsanna batni stórlega á næstu árum, en því hefir víða verið mjög ábótavant, en hins vegar örðugt að finna að því eða krefjast umbóta, þar sem kirkjurnar voru með öllu févana. í þessu sambandi vildi ég gjarnan mega vekja athygli prest- anna á þeim sið, sem sumstaðar hefir verið tekinn upp fyrir forgöngu prestanna, að helga einn dag á ári hverju sérstaklega því hlutverki, að prýða umhverfi kirknanna svo og kirkju- garðana, með því meðal annars að gróðursetja þar blóm og trjáplöntur. Um þetta mál hefir prófasturinn í Dalaprófasts- dæmi, séra Pétur T. Oddsson, skrifað athyglisverða grein í blaðið Tímann og lýsir þar reynslu sinni af slíkum kirkjudegi í sóknum sínum. Um svipað efni hefir og sóknarpresturinn á Reynivöllum, séra Halldór Jónsson, skrifað grein, sem vænt- anlega birtist í næsta Kirkjublaði. Næst vil ég víkja nokkrum orðum að kirkjusöngnum í land- inu. Þar hafa orðið stórstígar framfarir á síðustu árum eða síðan söngmálastjóraembættið var stofnað 1941. Þá munu hafa verið til 4 kirkjukórar á öllu landinu. Nú eru þeir 124 og hafa 19 bætzt við á þessu sýnódusári. Fimm kirkjukórasambönd, er hvert um sig nær yfir eitt prófastsdæmi, hafa verið stofnuð á árinu. Héldu kirkjukórasamböndin alls 7 söngmót, og voru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.