Kirkjuritið - 01.09.1948, Page 50

Kirkjuritið - 01.09.1948, Page 50
224 KIRKJUROTÐ Á síðasta Alþingi voru afgreidd ný lög um sóknargjöld, er koma til framkvæmda á næsta ári þannig, að sóknargjöld þau, er falla í gjalddaga á árinu 1949, verða á lögð og innheimt samkvæmt hinum nýju lögum. í lögunum er ákveðið, að kirkju- gjald skuli vera 3—6 krónur á hvern gjaldanda, og skal upp- hæð þessi innheimt með vísitöluálagi. Auk þess eru nokkrar breytingar á gildandi ákvæðum um gjaldskyldu, og ennfremur er nokkuð breytt ákvæðum um aukaniðurjöfnun, þar sem tekjur kirkju eigi hrökkva fyrir nauðsynlegum útgjöldum. Með þessari nýju löggjöf er áreiðanlega stigið mjög mikil- vægt spor í þá átt að tryggja sæmilegan fjárhag kirkna lands- ins, en fjárhagsleg afkoma margra þeirra hefir á hinum síðari árum verið svo slæm, að þær hafa naumast getað greitt hin allra nauðsynlegustu gjöld, hvað þá staðið straum af við- haldi kirkjuhúss og kirkjugripa, eða safnað nokkru fé í endur- byggingarsjóð. Vona ég, að þessi nýju lög verði til þess, að viðhald kirkju- húsanna batni stórlega á næstu árum, en því hefir víða verið mjög ábótavant, en hins vegar örðugt að finna að því eða krefjast umbóta, þar sem kirkjurnar voru með öllu févana. í þessu sambandi vildi ég gjarnan mega vekja athygli prest- anna á þeim sið, sem sumstaðar hefir verið tekinn upp fyrir forgöngu prestanna, að helga einn dag á ári hverju sérstaklega því hlutverki, að prýða umhverfi kirknanna svo og kirkju- garðana, með því meðal annars að gróðursetja þar blóm og trjáplöntur. Um þetta mál hefir prófasturinn í Dalaprófasts- dæmi, séra Pétur T. Oddsson, skrifað athyglisverða grein í blaðið Tímann og lýsir þar reynslu sinni af slíkum kirkjudegi í sóknum sínum. Um svipað efni hefir og sóknarpresturinn á Reynivöllum, séra Halldór Jónsson, skrifað grein, sem vænt- anlega birtist í næsta Kirkjublaði. Næst vil ég víkja nokkrum orðum að kirkjusöngnum í land- inu. Þar hafa orðið stórstígar framfarir á síðustu árum eða síðan söngmálastjóraembættið var stofnað 1941. Þá munu hafa verið til 4 kirkjukórar á öllu landinu. Nú eru þeir 124 og hafa 19 bætzt við á þessu sýnódusári. Fimm kirkjukórasambönd, er hvert um sig nær yfir eitt prófastsdæmi, hafa verið stofnuð á árinu. Héldu kirkjukórasamböndin alls 7 söngmót, og voru

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.